Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Laun unglinga í Vinnuskóla Skagafjarðar 2010
Málsnúmer 1005040Vakta málsnúmer
2.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
Beðið er eftir niðurstöðum umsókna vegna styrkja til ýmissa opinberra sjóða til þessa verkefnis. Fyrir liggur samþykkt frá Nýsköpunarsjóði um greiðslu launa tveggja verkefnastjóra við verkefnið. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að áfram verði haldið með verkefnið.
3.Beiðni um yfirlit yfir átaksverkefni
Málsnúmer 1005026Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun um vinnuátaksverkefni vegna námsmanna eldri en 18 ára. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til Atvinnumálanefndar, þar sem það tekur til fullorðinna.
4.Skíðasvæðið - áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 1004123Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að boða aðalstjórn Tindastóls og forsvarsmenn skíðadeildar til fundar sem fyrst.
5.UMSS 100 ára
Málsnúmer 1005032Vakta málsnúmer
Fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar Félags-og tómstundanefnd UMSS til hamingju með tímamótin og óskar sambandinu velfarnaðar í áframhaldandi störfum í ræktun lýðs og lands. Af þessu tilefni færir nefndin UMSS eitt hundrað þúsund krónur að gjöf.
6.Klórgeymslur í sundlaugum
Málsnúmer 0801077Vakta málsnúmer
Íþróttafulltrúi upplýsir nefndina um stöðu framkvæmda við sundlaugarnar á Sauðárkróki, Varmahlíð og Sólgörðum. Klórstýribúnaður verður kominn í allar laugarnar fyrir árslok. Sundlaugin á Steinsstöðum hefur verið sett í söluferli.
7.Ísland á iði - hjólað í vinnuna
Málsnúmer 1004076Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
8.Ganga um Ísland
Málsnúmer 1003063Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
9.Fjárhagsaðstoð 2010 trúnaðarmál
Málsnúmer 1001099Vakta málsnúmer
Samþykktar 6 beiðnir í 4 málum.
10.Aflið - styrkbeiðni 2010
Málsnúmer 1003262Vakta málsnúmer
Samþykktur rekstrarstyrkur árið 2010 kr. 100.000, sem er sama upphæð og árið 2009. Aflið er systursamtök Sígamóta á Norðurlandi og veitir fórnarlömbum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis ráðgjöf og stuðning.
11.Félag eldri borgara Hofsósi - styrkbeini
Málsnúmer 1003087Vakta málsnúmer
Samþykktur styrkur til félagsstarfs aldraðra á Hofsósi kr. 90.000.
12.Afgreiðslutími sundlauga sveitarfélagsins sumarið 2010
Málsnúmer 1005047Vakta málsnúmer
Íþróttafulltrúi kynnir tillögur um afgreiðslutíma sundlauga í sumar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur.
Sundlaug Sauðárkróks: opin virka daga frá kl. 06.50-21.00; um helgar frá kl. 10:15 -17.00. Sundlaugin á Hofsósi: opin virka daga frá kl. 07.05-13.05 og 16.15-21.15 og um helgar 10.15-17.15. Sundlaugin á Sólgörðum : opin samkvæmt samningi við væntanlegan rekstraraðila.Tillaga forstöðumanns sundlaugarinnar í Varmahlíð : mánudaga- fimmtu daga frá kl. 14.00-21.30; og föstudaga ? sunnudaga frá kl. 11.00-18.30. Jenný Inga áheyrnarfulltrúi óskar bókað að hún sé ekki samþykk því að sundlaugin á Hofsósi sé lokuð milli kl. 13.05 og 16.15 .
Fundi slitið - kl. 15:55.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu Frístundastjóra að tímalaunum í Vinnuskóla Skagafjarðar sumarið 2010 og vísar til Byggðaráðs. 7.bekkur: 345.-; 8.bekkur 395.-; 9.bekkur 470.-; 10.bekkur 600.- Allar upphæðir eru með orlofi.