Fara í efni

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Sauðárkróki sumarið 2010

Málsnúmer 1005089

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010

Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra um að gengið verði til samninga við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Minjahúsinu á Sauðárkróki á komandi sumri. Tillagan gerir ráð fyrir því að þar verði til sýnis ísbjörn sem nú er varðveittur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra, sýningarnar Margt býr í moldinni um fornleifarannsóknir í Skagafirði og sýningin Verkstæðin á Sauðárkróki. Frítt verði inn í Minjahúsið á þessar sýningar og þar verði komið fyrir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í samvinnu við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð.

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður kr. 1.300.000.

Nefndin samþykkir að veita kr. 1.300.000 til verkefnisins og felur sviðsstjóra að vinna að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

.