Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

61. fundur 12. maí 2010 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Beiðni um yfirlit yfir átaksverkefni

Málsnúmer 1005026Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á atvinnuátaksverkefni vegna námsmanna sem Félagsmálaráðherra/Atvinnuleysistryggingasjóður veita kr. 250 milljónir í sumarið 2010. Verkefnið er ætlað námsmönnum sem náð hafa 18 ára aldri sem hafa verið í námi á líðandi vetri og eru skráðir í nám á hausti komandi.

2.V.I.T. 2010

Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu verkefnisins V.I.T. 2010, atvinnuátak fyrir 16-18 ára ungmenni. Beðið er svara við umsóknum sem sendar voru í sjóði sem styrkja þessa tegund verkefna.

3.Upplýsingamiðstöð ferðamála á Sauðárkróki sumarið 2010

Málsnúmer 1005089Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra um að gengið verði til samninga við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Minjahúsinu á Sauðárkróki á komandi sumri. Tillagan gerir ráð fyrir því að þar verði til sýnis ísbjörn sem nú er varðveittur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra, sýningarnar Margt býr í moldinni um fornleifarannsóknir í Skagafirði og sýningin Verkstæðin á Sauðárkróki. Frítt verði inn í Minjahúsið á þessar sýningar og þar verði komið fyrir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í samvinnu við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð.

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður kr. 1.300.000.

Nefndin samþykkir að veita kr. 1.300.000 til verkefnisins og felur sviðsstjóra að vinna að málinu.

4.Uppbygging á aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar

Málsnúmer 1003235Vakta málsnúmer

Stefnt er að því að samstarf verði milli Náttúrustofu Norðurlands vestra, Byggðasafns Skagfirðinga og Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Varmahlíð varðandi upplýsingamiðlun til ferðafólks á Sauðárkróki í sumar. M.a. verður lögð áhersla á miðlun upplýsinga um ísbirni og heimsóknir þeirra til Skagafjarðar. Áfram þarf þó að vinna að stefnumótun varðandi aðstöðu þar sem ferðamenn geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar.

5.Staða fjármála á liðum atvinnu- og ferðamálanefndar 12.maí 2010

Málsnúmer 1005088Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlit frá sviðsstjóra um stöðu á liðum Atvinnu- og ferðamálanefndar í fjárhagsáætlun.

6.Samningur um styrk vegna úrbóta á ferðamannastöðum

Málsnúmer 1005037Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur milli sveitarfélagsins og Ferðamálastofu varðandi styrk frá Ferðamálastofu til byggingar á snyrtingum fyrir fatlaða við Byggðasafnið í Glaumbæ. Tæknideild sveitarfélagsins vinnur að verkefninu og áætluð verklok eru 20 júní.

7.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2009/2010

Málsnúmer 1002010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tölvuskeyti frá Hinrik Greipssyni í Sjávarútvegsráðuneyti þar sem hann kynnir stöðu mála varðandi úthlutun byggðakvóta til Skagafjarðar fyrir fiskveiðiárin 2008-2009 og 2009-2010, en úthlutun kvótans er á höndum ráðuneytisins.

8.Miðlun upplýsinga til gesta á Landsmóti Hestamanna 2010

Málsnúmer 1003076Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Brynleifsdóttur um upplýsingamiðlun til ferðamanna á Landsmóti hestamanna í júlí n.k.

Fundi slitið - kl. 13:00.