Fara í efni

Sorphreinsun á Hofsósi - verksamningur

Málsnúmer 1005281

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 58. fundur - 01.06.2010

Lagður fram verksamningur um sorphreinsun á Hofsósi milli ÓK gamaþjónustu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1. nóvember 2016 með uppsagnarákvæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 518. fundur - 03.06.2010

Erindinu vísað til byggðarráðs frá 58. fundi umhverfis- og samgögnunefndar. Samningur milli ÓK gámaþjónustu-sorphirðu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sorphreinsun á Hofsósi.

Meirihluti byggðaráðs samþykkir samninginn. Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 518. fundar byggðaráðs staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 58. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.