Samningur um umhverfisverkefni
Málsnúmer 1005282
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 518. fundur - 03.06.2010
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 58. fundi umhverfis- og samgögnunefndar. Samningur milli Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um umhverfisverkefni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
Byggðaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010
Afgreiðsla 518. fundar byggðaráðs staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010
Afgreiðsla 58. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Lagður fram samningur milli Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um umhverfisverkefni. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1 júní 2013. Samningurinn felur í sér að Soroptimistaklúbburinn velur staði og verkefni sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.