Námskeið í sveitarstjórnarlögum
Málsnúmer 1006222
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Skagafjarðar fer þess á leit við Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið að það standi fyrir námskeiði í sveitarstjórnarlögum og þá sérstaklega í fundarsköpum fyrir sveitarstjórnarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Greinargerð:
Það er mikilvægt að það ríki sátt og einhugur um hvernig fundum í Sveitarstjórn Skagafjarðar skuli háttað og stjórnað. Sömuleiðis að það sé sýnd lipurð og velvilji við úrlausn ágreiningsmála. Flutningsmaður tillögunnar er nýliði í sveitarstjórn en hefur engu að síður nokkra reynslu af störfum í stjórnsýslu og lokið námi í opinberri stjórnsýslu, er þess viss um að stutt námskeið í sveitarstjórnalögum geti verið mjög nytsamlegt.
Meirihluti fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar hafa ekki áður setið í stjórn sveitarfélags og sömuleiðis er forseti, Bjarni Jónsson og formaður byggðaráðs, Stefán Vagn Stefánsson nýliðar í að stjórna fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs. Á fyrsta fundi nýkjörinnar sást skiljanlega ákveðinn byrjendabragur á stjórn fundarins sem leiddi til þess að tekist á um form en ekki efnisatriði mála. Tilviljunarkennt virtist hvaða mál lentu á dagskrá fundarins og sömuleiðis áhöld um hvað og jafnvel hvort að sveitarstjórnarfulltrúar fengju að gera bókanir á fundinum. Einnig varð talsverð rekistefna um hvort tillaga, breytingatillaga eða jafnvel frávísunartillaga væri til umræða hverju sinni.
Á fyrsta fundi byggðaráðs var tillaga sem kom frá áheyrnafulltrúa ekki tekin á dagskrá eða umræðu. Tillagan var um að á dagskrá væri tekin umræða um: boðað samstarf meirihluta sveitarstjórnar við fulltrúa allra framboða, hagræðingar- og sparnaðaráform sveitarfélagsins og byggingaráform í Sveitarfélaginu.
Þegar flutningsmaður tillögunnar leitaði skýringa á því hvers vegna tillagan væri ekki á dagskrá, þá voru svörin óljós og án nokkurra skýrrar vísunar í sveitarstjórnarlög eða samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Til þess að tryggja farsæla stjórn og samvinnu allra sveitarstjórnarfulltrúa með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi væri skynsamlegt að halda námskeið sem allra fyrst þar sem farið yrði yfir sveitarstjórnarlögin. Það er mikilvægt að það sé sameiginlegur skilningur á því hvaða form skuli vera á umræðum þannig að hægt sé að ræða óhikað efni mála.Það er ljóst að sveitarstjórnin mun þurfa að glíma við erfið mál og þess vegna er mikilvægt er að allir sameinist um að skerpa á sameiginlegum skilningi á innihaldi sveitarstjórnarlagann.
Sigurjón Þórðarson
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun meirihluta.
Þegar liggur fyrir að KPMG mun bjóða upp á námskeið í ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir sveitarstjórnarlögin og almenna stjórnsýslu sveitarfélaga af einum helsta sérfræðingi landsins á því sviði, Sesselju Árnadóttur lögfræðingi. Kristján Jónasson endurskoðandi mun fara yfir þær reglur sem gilda um reiknisskil sveitarfélaga. Hann mun ennfremur fara yfir uppbyggingu stjórnsýslu sveitarfélagsins og rekstur málaflokka og stofnanna ásamt skilgreiningum á lykiltölum. Tillaga fulltrúa Frjálslyndra og óháðra er því óþörf.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Sigurjón Þórðarson.
Tillaga Sigurjóns borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðu gegn fjórum.
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunnar meirihluta:
Vegna bókunar meirihluta vill Sigurjón Þórðarsonar, að það komi fram að hvergi hefur komið fram á fundum Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leitað hafi verið eftir því að KPMG haldi fyrrgreint námskeið, en ég fagna þeirri útkomu sérstaklega í ljósi þess að meirihlutinn hefur fellt tillögu mína um námskeið á vegum sveitarstjórnarráðuneytisins.