Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

266. fundur 01. júlí 2010 kl. 16:00 - 17:54 í Safnahúsi við Faxatorg
Fundargerð ritaði: Helga S Bergsdóttir stjórnsýsluritari.
Dagskrá

1.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um Hólastað

Málsnúmer 1006125Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu, að ósk minnihluta, um að fresta kjöri fulltrúa í samstarfsnefnd um Hólastað, samþykkt samhljóða.

2.Kjör fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar

Málsnúmer 1006117Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Minningarsjóð Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldórs Jónssonar, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Haukur Ástvaldsson og Örn A Þórisson
Varamenn: Hólmfríður Bergþór Pétursdóttir og María Númadóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

3.Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur

Málsnúmer 1006118Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur, til fjögurra ára, tvo aðalmenn.
Forseti bar upp tillögu um Elínu Sigurðardóttur og Ólaf Sindrason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

4.Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga

Málsnúmer 1006119Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu, um að fresta kjöri fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga. Samþykkt samhljóða

5.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi

Málsnúmer 1006120Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gísli Árnason, Sigríður Svavarsdóttir
Varamenn: Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

6.Kjör fulltrúa í stjórn Menningarsetur Skagafjarðar í Varmahlíð

Málsnúmer 1006121Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu, að ósk minnihluta, um að fresta kjöri fulltrúa í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð. Samþykkt samhljóða.

7.Kjör fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra

Málsnúmer 1006122Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Arnrún Halla Arnónsdóttir og Guðrún Helgadóttir
Varmenn: Elínborg Hilmarsdóttir og Guðni Kristjánsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

8.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindastaðaheiðar ehf

Málsnúmer 1006123Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu, að ósk minnihluta, um að fresta kjöri fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindastaðarheiðar ehf, samþykkt samhljóða.

9.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf

Málsnúmer 1006124Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu, að ósk minnihluta, um að fresta kjöri fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf, samþykkt samhljóða.

10.Kjör fulltrúa í Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði

Málsnúmer 1006116Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði, til fjögurra ára, þrjá aðalmenn.
Forseti bar upp tillögu Gunnar Jóhannesson, Jón Hallur Ingófsson og Halldóra Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

11.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um lögreglumálefni sbr. lögreglulög.

Málsnúmer 1006126Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um lögreglumálefni sbr. lögreglulög, til fjögurra ára, einn aðalmann.
Forseti bar upp tillögu um aðalmann.
Aðalmaður: Bjarni Jónsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

12.Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1006128Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, til fjögurra ára, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Sigríður Magnúsdóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir og Árni Gísli Brynleifson
Varamenn: Elinborg Hilmarsdóttir, Ólafur Þ Hallgrímsson og Helga Steinarsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

13.Kjör fulltrúa í Norðurá bs

Málsnúmer 1006129Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Norðurá bs, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gísli Árnason og Jón Sigurðsson
Varamenn: Einar E. Einarsson og Jón Magnússon

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

14.Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1006130Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Arnþrúður Heimisdóttir
Varamaður: Sigríður Magnúsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

15.Kjör fulltrúa í stjórn UB Koltrefja ehf

Málsnúmer 1006132Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn UB Koltrefja ehf, til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Bjarki Tryggvason
Varamaður: Jón Ægir Ingólfsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

16.Kjör fulltrúa í verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði

Málsnúmer 1006134Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði, til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.

Aðalmaður: Valdimar Sigmarsson
Varamaður: Bjarki Tryggvason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

17.Kjör fulltrúa í stjórn Ferðasmiðjunnar ehf

Málsnúmer 1006137Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Ferðasmiðjunnar ehf, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson og Guðmundur Þór Guðmundsson
Varamenn: Sigríður Magnúsdóttir og Ingvar Páll Ingvarsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

18.Kjör fulltrúa í stjórn SSNV

Málsnúmer 1006138Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn SSNV, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson

Varmenn: Stefán Vagn Stefánsson og Hrefna Gerður Björnsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

19.Kjör fulltrúa á ársþing SSNV

Málsnúmer 1006100Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa ársþing SSNV, til fjögurra ára, tólf aðalmenn og tólf til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Úlfar Sveinsson og Margeir Friðriksson

Varamenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingi Björn Árnason, Gísli Árnason, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Þorteinn Tómas Broddason, Hrefna Gerður Björnsdóttir og Arnrún Halla Arnórsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

20.SSNV - Fundargerðir 2010

Málsnúmer 1001196Vakta málsnúmer

Fundargerð SSNV frá 21. júní 2010 lögð fram til kynningar á 266. fundi sveitarstjórnar.

21.Heilbrigðiseftirlitið: Fundargerðir 2010

Málsnúmer 1001199Vakta málsnúmer

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 11. júní 2010 lögð fram til kynningar á 266. fundi sveitarstjórnar.

22.Fundargerðir Skagafjarðarveitna 2010

Málsnúmer 1001197Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 22. júní 2010 lögð fram til kynningar á 266. fundi sveitarstjórnar.

23.Sumarleyfi sveitarstjórnar - tillaga um afgr.heimild til byggðarráðs

Málsnúmer 1006219Vakta málsnúmer

Forseti Bjarni Jónsson bar upp eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 5. gr. II. kafla samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 2. júlí og lýkur 20. ágúst 2010.?

Tillagan borin undir atkv. og samþykkt samhljóða.

24.Tillaga um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 1006232Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram tillögu meirihluta.

Lagt er til að áfram verði gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa, tilnefndum sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í eftirtaldar fastanefndir sveitarfélagsins; skipulags- og bygginganefnd, fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, menningar- og kynningarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Fundi þeirra nefnda sitji því einn áheyrnarfulltrúi auk 3 fastafulltrúa líkt og seinni hluta síðasta kjörtímabils.
Ennfremur verði í fyrsta skipti gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa í landbúnaðarnefnd, tilnefndum með sama hætti, sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í nefndina. Farið verði frekar yfir fyrirkomulag varðandi áheyrnarfulltrúa og fjölda þeirra, samhliða yfirferð á samþykktum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði til að tillögunni verði frestað, var það samþykkt samhljóða.

25.Námskeið í sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 1006222Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar fer þess á leit við Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið að það standi fyrir námskeiði í sveitarstjórnarlögum og þá sérstaklega í fundarsköpum fyrir sveitarstjórnarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Greinargerð:

Það er mikilvægt að það ríki sátt og einhugur um hvernig fundum í Sveitarstjórn Skagafjarðar skuli háttað og stjórnað. Sömuleiðis að það sé sýnd lipurð og velvilji við úrlausn ágreiningsmála. Flutningsmaður tillögunnar er nýliði í sveitarstjórn en hefur engu að síður nokkra reynslu af störfum í stjórnsýslu og lokið námi í opinberri stjórnsýslu, er þess viss um að stutt námskeið í sveitarstjórnalögum geti verið mjög nytsamlegt.

Meirihluti fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar hafa ekki áður setið í stjórn sveitarfélags og sömuleiðis er forseti, Bjarni Jónsson og formaður byggðaráðs, Stefán Vagn Stefánsson nýliðar í að stjórna fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs. Á fyrsta fundi nýkjörinnar sást skiljanlega ákveðinn byrjendabragur á stjórn fundarins sem leiddi til þess að tekist á um form en ekki efnisatriði mála. Tilviljunarkennt virtist hvaða mál lentu á dagskrá fundarins og sömuleiðis áhöld um hvað og jafnvel hvort að sveitarstjórnarfulltrúar fengju að gera bókanir á fundinum. Einnig varð talsverð rekistefna um hvort tillaga, breytingatillaga eða jafnvel frávísunartillaga væri til umræða hverju sinni.

Á fyrsta fundi byggðaráðs var tillaga sem kom frá áheyrnafulltrúa ekki tekin á dagskrá eða umræðu. Tillagan var um að á dagskrá væri tekin umræða um: boðað samstarf meirihluta sveitarstjórnar við fulltrúa allra framboða, hagræðingar- og sparnaðaráform sveitarfélagsins og byggingaráform í Sveitarfélaginu.

Þegar flutningsmaður tillögunnar leitaði skýringa á því hvers vegna tillagan væri ekki á dagskrá, þá voru svörin óljós og án nokkurra skýrrar vísunar í sveitarstjórnarlög eða samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Til þess að tryggja farsæla stjórn og samvinnu allra sveitarstjórnarfulltrúa með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi væri skynsamlegt að halda námskeið sem allra fyrst þar sem farið yrði yfir sveitarstjórnarlögin. Það er mikilvægt að það sé sameiginlegur skilningur á því hvaða form skuli vera á umræðum þannig að hægt sé að ræða óhikað efni mála.Það er ljóst að sveitarstjórnin mun þurfa að glíma við erfið mál og þess vegna er mikilvægt er að allir sameinist um að skerpa á sameiginlegum skilningi á innihaldi sveitarstjórnarlagann.

Sigurjón Þórðarson

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun meirihluta.

Þegar liggur fyrir að KPMG mun bjóða upp á námskeið í ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir sveitarstjórnarlögin og almenna stjórnsýslu sveitarfélaga af einum helsta sérfræðingi landsins á því sviði, Sesselju Árnadóttur lögfræðingi. Kristján Jónasson endurskoðandi mun fara yfir þær reglur sem gilda um reiknisskil sveitarfélaga. Hann mun ennfremur fara yfir uppbyggingu stjórnsýslu sveitarfélagsins og rekstur málaflokka og stofnanna ásamt skilgreiningum á lykiltölum. Tillaga fulltrúa Frjálslyndra og óháðra er því óþörf.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Sigurjón Þórðarson.

Tillaga Sigurjóns borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðu gegn fjórum.

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunnar meirihluta:

Vegna bókunar meirihluta vill Sigurjón Þórðarsonar, að það komi fram að hvergi hefur komið fram á fundum Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leitað hafi verið eftir því að KPMG haldi fyrrgreint námskeið, en ég fagna þeirri útkomu sérstaklega í ljósi þess að meirihlutinn hefur fellt tillögu mína um námskeið á vegum sveitarstjórnarráðuneytisins.

26.Tillaga um heildarendurskoðun á rekstri

Málsnúmer 1006026Vakta málsnúmer

Tillaga sveitarstjóra, Guðmundar Guðlaugssonar sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og kynnti tillöguna.

1. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við vitakandi nýkjörna sveitarstjórn að mynduð verði á fyrsta reglulega fundi hennar starfsnefnd sem vinni með ráðgjafa (ráðgjafafyrirtæki) að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarélagsins og stofnana þess. Formaður nefndarinnar yrði kjörinn sérstaklega en auk þess tilnefndi hver listi sem sæti á í sveitarstjórn einn fulltrúa í nefndina. Formaður starfi að verkefninu á starfstíma nefndarinnar samkvæmt sérstökum samningi sem við hann yrði gerður og staðfestur af byggðarráði og sveitarstjórn. Aðrir nefndarmenn fái laun sambærileg launum aðalfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins á starfstíma hennar. Með nefndinni starfi sveitarstjóri eftir þörfum og aðrir sem hann og/eða nefndin kallar til.

2. Starfsnefndin, í samvinnu við sveitarstjóra, gangi frá samningi við ráðgjafafyrirtæki að undangenginni tilboðsgjöf frá völdum aðilum í það verkefni að vinna með nefndinni að tillögugerðinni, þ.m.t. tillögum að breytingum á samþykktum og reglum sem í gildi eru og tillögugerð nefndarinnar mögulega kallaði á. Gert yrði ráð fyrir að nefndin hafi sem viðmið ákveðin markmið um sparnað í rekstri sem stefnt skuli að því að ná. Samningur við ráðgefandi aðila leggist fyrir byggðarráð og hljóti staðfestingu þess áður en samningur tæki endanlega gildi. Nefndin hæfi störf strax og hún hefur verið sett á laggirnar og yrði gert að skila niðurstöðu innan ákveðins tilskilins frests samkvæmt nánari ákvörðun sveitarstjórnar þar um.

3. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun núlíðandi árs til að mæta áætluðum kostnaði við verkefnið þegar fyrir liggur tillaga að samningi við ráðgjafa og annað fyrirkomulag vinnunnar.

Greinargerð:

Rætt hefur verið um nokkurn tíma að til þurfi að koma markviss vinna að endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins og var því m.a. mjög haldið á lofti í tengslum við umræðu um stækkun Árskóla og flutning allrar starfsemi skólans ásamt tónlistarskóla undir eitt þak. Var tekið á þessu atriði í tillögum sem fluttar voru á sveitarstjórnarfundi þeim sem fjallaði sérstaklega um stækkunaráform Árskóla nú nýverið. Hef ég mjög oft minnst á nauðsyn þessa og því er þessi tillaga til komin. Skýrslur þær sem sveitarstjórn lét vinna og umsagnir vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla taka einnig mjög skýrt á þessu atriði og er þar rakin afar brýn þörf á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei.

Ég hefði kosið að koma með þessa tillögu eða svipaða miklu fyrr en nú er hún lögð fram vegna þess að stutt er í það að núverandi sveitarstjórn missi umboð sitt og að undirritaður hætti störfum sem sveitarstjóri að eigin ósk. Ég tel mikilvægt að sú sveitarstjórn sem nú situr ljúki þessari umræðu allri með því að leggja til að þessari skoðun verði hrundið af stað og ég lít á það sem eðlilegt framhald á þeirri vinnu sem sveitarstjórnin hefur unnið að hvað hagræðingu og sparnað í rekstri varðar og þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Þessi sveitarstjórn ber ekki ábyrgð á því hruni sem varð og hefur orðið að takast á við það erfiða verkefni að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins hafa lækkað umtalsvert.

Ég fjalla um stöðu mála í skýrslu minni um ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 og þá þróun sem hefur orðið hvað tekjur sveitarfélagsins varðar á undanförnum árum. Læt ég hana einnig fylgja fundargögnum sem viðbót við þessa greinargerð. Vegna tekjufallsins fara til greiðslu launa og launatengdra gjalda 61,4%af heildartekjum A hlutans og það er einfaldlega allt of hátt hlutfall og alveg deginum ljósara að grípa þarf til sparnaðaraðgerða í rekstrinum þar sem komið er að því að horfa verður til þessa rekstrarþáttar, þ.e. launakostnaðar alveg sérstaklega, því miður. Hjá því verður að mínu mati ekki komist. Ég nefni launaþáttiinn hér þar sem hann er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri sveitarfélaga og þó unnið hafi verið að sparnaði og hagræðingu á ýmsum sviðum, þ.m.t. hvað þennan lið varðar, þá þarf meira til svo hægt verði að halda í við tekjufallið. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef við stæðum frammi fyrir því að sá árangur sem þó hefur náðst í sparnaði hefði ekki komið til.

Ég tel því að það sé rökrétt framhald á þeirri vinnu sem þessi sveitarstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu og m.t.t. þeirra skýrslna sem hún hefur látið vinna fyrir sig og benda mjög eindregið á nauðsyn aukins hagræðis í öllum rekstri að leggja fram tillögu þess efnis að til ítarlegrar skoðunar á rekstri verði stofnað með ákveðinni skýrri aðferðafræði. Ég tel nauðsynlegt fyrir þá sveitarstjórn sem nú er að kveðja að hún komi þeim skilaboðum skýrt á framfæri við nýja sveitarstjórn hver sýn hennar er á næstu skref í þessu mikilvæga máli.

Hvað framsetningu tillögunnar varðar tel ég mikilvægt að saman fari í þessari vinnu með skýrum hætti sýn glöggra gesta augna, þ.e. utanaðkomandi ráðgjafa, og þekking og reynsla heimamanna sem veldust til starfa í umræddri starfsnefnd.

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.

Stefán Vagn Stefánsson tók aftur til máls og lagði til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

Tillaga Stefáns Vagns Stefánssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

27.Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1006099Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga til fjögurra ára, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon
Varamenn: Gísli Árnason, Viggó Jónsson og Sigríður Svavarsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

28.Kjör fulltrúa í stjórn Hátækniseturs Íslands ses

Málsnúmer 1006139Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að fresta kjöri í stjórn Hátæknisetur Íslands ses, að beiðni minnihluta, samþykkt samhljóða.

29.Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Bunabótafélags Íslands

Málsnúmer 1006101Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Gisli Árnason

Varamaður: Bjarki Tryggvason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

30.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf.

Málsnúmer 1006102Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf. til fjögurra ára, þrjá aðalmenn,
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn.
Aðalmenn: Unnar Rafn Ingvarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Sigríður Sigurðardóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

31.Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar

Málsnúmer 1006104Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélag Skagafjaðrar, til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Guðrún Sighvatsdóttir
Varamaður: Gísli Árnason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

32.Kjör fulltrúa í Kjaranefnd

Málsnúmer 1006105Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að fresta kjöri fulltrúa í kjaranefnd. Samþykkt samhljóða

33.Kjör fulltrúa í Starfsmenntunarsjóð

Málsnúmer 1006110Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Starfsmenntunarsjóð SFS, til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Unnur Sævarsdóttir

Varamaður Harpa Kristinsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessar því rétt kjörnar.

34.Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd

Málsnúmer 1006111Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmaður: Viggó Jónsson og Sigurjón Þórðarson

Varamaður Bjarni Jónsson og Guðný Kjartansdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

35.Kjör úttektarmanna

Málsnúmer 1006114Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að fresta kjöri úttektarmanna. Samþykkt samhljóða

36.Kjör fulltrúa í Framkvæmdastjórn Byggðasögu

Málsnúmer 1006115Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Framkvæmdastjórn Byggðasögu til fjögurra ára, einn aðalmann og einn til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Björg Baldursdóttir
Varamaður: Ásdís Sigurjónsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessar því rétt kjörnar.

36.1.Aðalfundur í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.

Málsnúmer 1006153Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.2.Staða fjármála á liðum Atvinnu- og ferðamálanefndar 22.06.2010

Málsnúmer 1006184Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

36.3.Kosning ritara Atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1006187Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

36.4.Kosning varaformanns Atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1006186Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

36.5.Kosning formanns Atvinnu- og ferðamálanefndar

Málsnúmer 1006185Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

36.6.Úttekt á fjármálalegri stöðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1006156Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.7.Aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1006143Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.8.Nýir sveitarstjórnarmenn - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 1006081Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.9.Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Málsnúmer 0912040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.10.Kosning formanns Menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1006212Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 45. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

36.11.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1006010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.12.Styrkbeiðni - Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Málsnúmer 1006041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.13.Aðalfundarboð 2010

Málsnúmer 1006043Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.14.Kjör fulltrúa í stjórn Versins, vísindagarða

Málsnúmer 1006133Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.15.Endurnýjun tækja í þjónustustöð

Málsnúmer 1006157Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.

36.16.Hluthafasamkomulag júní 2010

Málsnúmer 1006171Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.17.Lánsumsókn 2010

Málsnúmer 1005247Vakta málsnúmer

Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. sem samþykkt var á 519. fundi byggðarráðs og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Sveitarstjórn samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Fyrir sveitarstjórn liggur að fjalla um 300 milljóna lántöku sveitarfélagsins en Frjálslyndir og óháðir telja að áður en að málið verði afgreitt þá verði skilmerkilega gerð grein fyrir lykiltölum um fjárhagslega stöðu og skuldbindingar sem hvíla á Sveitarfélaginu Skagafirði, í upphafi nýs kjörtímabils, nú í júní 2010.

1. Heildartekjur, þ.e. allar rekstrartekjur, sem jafnframt eru reiknaður á hvern íbúa.

2. Laun og annar rekstrarkostnaður.

3. Framlegð, þe. heildartekjur að frádregnum rekstrargjöldum, öðrum en afskriftum af rekstrarfjármunum og fjármagnskostnaði, jafnframt reiknað sem hlutfall af heildartekjum.

4. Rekstrarniðurstaða.

5. Veltufé frá rekstri.

6. Fjárfestingarhreyfingar.

7. Veltufjárhlutfall.

8. Veltufjármunir og langtímakröfur

9. Veltufjármunir , þ.m.t. skuldbindingar.

10. Peningaleg staða.

11. Eigið fé.

Greinargerð

Kjörnir fulltrúar í Sveitarstjórn Skagafjarðar fengu bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem dagsett var þann 18. júní sl. þar sem gerð var grein fyrir hlutverki nefndarinnar og þeim skyldum sem hvíla á herðum sveitarstjórna sem snúa að fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu voru áðurtaldar lykiltölur taldar upp og bent á að með miklum lántökum væri verið að ráðstafa framtíðartekjum til greiðslu vaxta og afborganna. Sömuleiðis var bent á það viðmið að heildarskuldir og skuldbindingar færu ekki yfir 150% af rekstartekjum sveitarfélagsins og stefna bæri að lægra skuldahlutfalli.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Gert var ráð fyrir unræddu láni í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagins fyrir árið 2010 í tengslum við framkvæmdir við leikskóla á Sauðárkróki. Það lán sem hér er til afgreiðslu er í samræmi við þær samþykktir síðustu sveitarstjórnar.

Ennfremur er vísað til samþykktar byggðarráðs frá 1. júlí þar sem "Lagt er til að endurskoðandi sveitarfélagsins framkvæmi milliuppgjör pr 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Í uppgjörinu komi fram rekstrarniðurstaða í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaða eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni...einnig komi fram þær samanburðartölur og viðmið sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga notar."

Jón Magnússon, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta. Einnig tóku til máls Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Bjarni Jónsson tók til máls með leyfi varaforseta og bar fram þá tillögu um að vísa tillögu Sigurjóns Þórðarsonar til byggðarráðs. Sigurjón Þórðarson tók til máls.

Bjarni Jónsson dró tilbaka tillögu sína um að vísa tillögu Sigurjóns Þórðarsonar til byggðarráðs.

Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Felld með fimm atkvæðum gegn einu, þrír sátu hjá.

Lánsumsóknin hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. var borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

36.18.Kosning varaformanns byggðarráðs

Málsnúmer 1006155Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

37.Kjör fulltrúa - Yfirkjörstjórn

Málsnúmer 1006158Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Hjalti Árnason, Gunnar Sveinsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson
Varamenn: Kristján Sigurpálsson, Guðmundur Vilhelmsson og Halla Másdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

38.Kjör fulltrúa - kjördeild á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki

Málsnúmer 1006166Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Jón Karlsson, Pétur Pétursson, Gunnar S Steingrímsson

Varmenn: Ásta Pálmadóttir, Sigurður Karl Bjarnason og Björn Björnsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

39.Kjör fulltrúa í kjördeild á Skaga

Málsnúmer 1006159Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild í Skaga, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Brynja Ólafsdóttir, Jón Stefánsson og Steinn Rögnvaldsson

Varamenn: Guðrún Halldóra Björnsdóttir, Jósefína Erlensdóttir og Jón Benediktsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

40.Kjör fulltrúa í kjördeild á Sauðárkróki

Málsnúmer 1006160Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild á Sauðárkróki, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Konráð Gíslason, Atli Víðir Hjartarson og Eva Sigurðardóttir.
Varmenn: Ágústa Eiríksdóttir, Reynir Kárason og Magnús Helgason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

41.Kjör fulltrúa - kjördeild í Varmahlíð

Málsnúmer 1006161Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild í Varmahlíð, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Sigurður Haraldsson, Helgi Sigurðsson og Karl Lúðvíksson.

Varamenn: Sigfús Pétursson, Erna Geirsdóttir og Ragnar Gunnlaugsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

42.Kjör fulltrúa - kjördeild á Steinsstöðum

Málsnúmer 1006162Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að fresta kjöri í kjördeild á Steinsstöðum, samþykkt samhljóða.

43.Kjör fulltrúa - kjördeild á Hólum

Málsnúmer 1006163Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild í Hólum, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Hörður Jónsson, Ingibjörg Klara Helgadóttir
Varamenn: Ása Sigurós Jakobsdóttir, Jóhann Bjarnason og Guðrún Þóra Gunnarsdótir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

44.Kjör fulltrúa - kjördeild á Hófsósi

Málsnúmer 1006164Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild á Hofsósi, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Halldór Ólafsson, Ásdís Garðarsdóttir og Bjarni K. Þórison.
Varamenn: Sigmundur Jóhannesson, Dagmar Þorvaldsdóttir og Einar Einarsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

45.Kjör fulltrúa - kjördeild í Fljótum

Málsnúmer 1006165Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í kjördeild í Fljótum, til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Haukur Ástvaldsson, Hólmfríður Bergþóra Pétursdóttir, Ríkharður Jónsson
Varamenn: Sigurbjörg Bjarnadóttir, Íris Jónsdóttir, Örn Albert Þórarinsson

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

45.1.Kosning formanns byggðarráðs

Málsnúmer 1006154Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.2.Þakkir í lok kjörtímabils

Málsnúmer 1006028Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.3.Birkihlíð 33 (143212) - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006063Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.4.Kjarvalsstaðir 146471 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1005201Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.5.Ás 2, land 217667 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1005275Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.6.Raftahlíð 31 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006012Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

45.7.Staða verkefna á sviði Menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1006215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 45. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

45.8.Kosning ritara Menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1006214Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 45. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

45.9.Kosningar varaformanns Menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1006213Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 45. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óska bókað að þeir sitji hjá.

Fundi slitið - kl. 17:54.