Fara í efni

Milliuppgjör sveitarfélagsins og stofnana pr. 30.06. 2010

Málsnúmer 1006233

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 520. fundur - 01.07.2010

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson leggja fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að endurskoðandi sveitarfélagsins framkvæmi milliuppgjör pr. 30.06. 2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Í uppgjörinu komi fram rekstrarniðurstaða í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaðar eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni."

Byggðarráð samþykkir tillöguna og að einnig komi fram þær samanburðartölur og viðmið sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga notar.