Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
2.Málefni Heilbr.stofnunarinnar Skr. - ósk um fund
Málsnúmer 1006235Vakta málsnúmer
Byggðaráð er boðað til fundar á heilbrigðisstofnuninni fimmtudaginn 1. júlí nk. kl. 11:00 með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins. Fundinn sitja einnig framkvæmdastjórn HS og fulltrúar Akrahrepps.
Fundarefni: Möguleg samvinna, samþætting heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi.
3.Milliuppgjör sveitarfélagsins og stofnana pr. 30.06. 2010
Málsnúmer 1006233Vakta málsnúmer
Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að endurskoðandi sveitarfélagsins framkvæmi milliuppgjör pr. 30.06. 2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Í uppgjörinu komi fram rekstrarniðurstaða í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaðar eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að einnig komi fram þær samanburðartölur og viðmið sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga notar.
4.Umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar
Málsnúmer 1006217Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá iðnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða (heildarlög), 660. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 4. ágúst 2010.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
5.Sæmundargata 7 - Umsagnarbeiðni rekstarleyfi
Málsnúmer 1006202Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem hann óskar umsagnar um umsókn Ivano Tasin um rekstrarleyfi fyrir Hús frítímans, Sæmundargötu 7, Sauðárkróki. Veitingastaður flokkur I - Samkomusalir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
6.Ágóðahlutur 2010 til aðildarsveitarfélaga
Málsnúmer 1006203Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, þar sem fram kemur að ágóðahlutur ársins 2010 til aðildarsveitarfélaga EBÍ verði sá sami og árið 2009.
7.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - maí 2010, ásamt skýrslu til Hagstofu Íslands fyrir sama tímabil. Einnig upplýsingar um bókaðan og áfallinn kostnað vegna framkvæmda sveitarfélagsins utan framkvæmda Skagafjarðarveitna ehf.
Byggðarráð mælist til að í þeim tilvikum þar sem einstakar rekstrareiningar eru að fara framúr fjárheimildum að tekið sé á þeim vanda í tíma. Óskað er eftir skýringum frá viðkomandi sviðsstjórum þar sem um slíkt er að ræða í deildayfirlitinu.
8.Velferðarvaktin - sumarstörf unglinga
Málsnúmer 1006199Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarvaktinni til sveitarfélaga. Þar kemur fram að á fundi Velferðarvaktarinnar 18. maí sl. var samþykkt að beina því til sveitarfélaganna að leita allra leiða til að tryggja ungmennum 17 og 18 ára vinnu í sumar og láta þau sem ekki fengu vinnu í fyrrasumar fá forgang að störfum.
9.Vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra
Málsnúmer 1006198Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Svæðisráði málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, þar sem sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra og Fjallabyggð eru minntar á þá miklu ábyrgð sem fylgir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011. Nauðsynlegt sé að hagsmunir og réttindi fatlaðra verði höfð að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem teknar verði varðandi yfirfærslu málaflokksins.
Fundi slitið - kl. 10:50.
Svohljóðandi bókun var gerð á 511. fundi byggðarráðs:
"Eindinu vísað til byggðarráðs frá 157. fundi félags- og tómstundanefndar. Óskar nefndin eftir því að byggðarráð tryggi fjármagn allt að 18 mkr. til verkefnisins sem ætlað er að veita um 50 ungmennum vinnu í sumar. Sótt hefur verið um styrk að upphæð 5,9 mkr. til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kemur úr umsókninni til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar."
Svar við umsókninni hefur borist frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu og tilkynnt að ekki hafi verið unnt að verða við henni.
Styrkur að upphæð kr. 200.000 hefur fengist úr Forvarnarsjóði til verkefnisins.
Undir þessum dagskrárlið komu María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að kr. 4.500.000 til verkefnisins og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.