Fara í efni

Tryggingamiðstöðin - Erindi fyrir byggðarráð

Málsnúmer 1007123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 524. fundur - 12.08.2010

Lagt fram bréf frá Þórhalli Rúnari Rúnarssyni umboðsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Sauðárkróki, þar sem hann óskar eftir skriflegri skýringu og rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs að afturkalla ákvörðun fyrri sveitarstjórnar að segja upp vátryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands.

Vegna fyrirspurnar um endurskoðun á vátryggingasamningi sveitarfélagsins telur byggðarráð eðlilegt að ný sveitarstjórn fái umþóttunartíma til að meta og fara yfir vátryggingar sveitarfélagsins í heild sinni. Var það því samþykkt samhljóða á 522. fundi byggðarráðs þann 7. júlí sl. að endurnýja vátryggingasamning sveitarfélagsins við VÍS og endurnýjast hann sjálkrafa um eitt ár. Áður en kemur að uppsögn þess samnings samkvæmt ákvæðum samningsins mun byggðarráð taka málið til skoðunar að nýju. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og veita þær upplýsingar sem óskað er eftir.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs 15. júlí sl. sem hljóðar svo: "Við teljum eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagsins eins og ráð var fyrir gert, enda liggja engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði".

Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann telur svör byggðarráðs við fyrirspurn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. algerlega ófullnægjandi og upplýsa ekki að neinu ákvörðun meirihlutans að bjóða ekki út tryggingarnar eins og ráð var fyrir gert.