Fara í efni

Samráðsnefnd um Eyvindarstaðaheiði og Blöndusamning

Málsnúmer 1008014

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 17.08.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins þar sem minnt er á að skv. svokölluðum Blöndusamningi frá 15. mars 1982 og viðauka við þann samning, dags 18. janúar 1990, er gert ráð fyrir að starfandi sé samráðsnefnd virkjunaraðila Blönduvirkjunar og heimamanna. Hvetur Landgræðslan til þess að sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipi fulltrúa í samráðsnefnd og óski eftir skipun fulltrúa frá Landsvirkjun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 153. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 16.12.2010

Skv. svokölluðum Blöndusamningi frá 15. mars 1982 og viðauka við þann samning, dags. 18. janúar 1990, er gert ráð fyrir að starfandi sé samráðsnefnd virkjunaraðila Blönduvirkjunar og heimamanna til að fjalla sem ráðgefandi aðili um mál, sem snerta hagsmuni beggja. Samþykkt er að Björn G. Friðriksson fjallskilastjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í samráðsnefndinni og að Björn Ófeigsson verði varamaður hans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Afgreiðsla 155. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.