Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
1.Samráðsnefnd um Eyvindarstaðaheiði og Blöndusamning
Málsnúmer 1008014Vakta málsnúmer
2.Umsókn um fjármagn til girðingaframkvæmda
Málsnúmer 1008142Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá stjórn Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að girða nýtt hvíldarhólf við Hvíteyrar, fyrir fjárrekstur. Notkun á þessu hólfi myndi stytta fjárreksturinn allt að 3 klst.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir frekari upplýsingum s.s. um lengd girðingar og áætlaðan kostnað við uppsetningu hennar.
3.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhreppum.
Málsnúmer 1006173Vakta málsnúmer
Kjartan Birgisson hefur beðist lausnar sem varamaður i fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurhrepps. Landbúnaðarnefnd samþykkir að verða við því. Einnig samþykkt að Sólberg Sigurbergsson víki sem aðalmaður úr fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurhrepps og í stað hans komi Þórarinn Már Halldórsson.
4.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd Sauðárkróks
Málsnúmer 1006177Vakta málsnúmer
Áður á dagskrá 152. fundar landbúnaðarnefndar. Ingimar Jóhannsson hefur óskað lausnar úr fjallskilanefnd Sauðárkróks.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að verða við ósk hans og að Sigurjóna Skarphéðinsdóttir verði fjallskilastjóri í hans stað. Einnig samþykkt að Stefán Jón Skarphéðinsson taki sæti sem aðalmaður í fjallskilanefndinni.
Fundi slitið - kl. 14:22.
Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins þar sem minnt er á að skv. svokölluðum Blöndusamningi frá 15. mars 1982 og viðauka við þann samning, dags 18. janúar 1990, er gert ráð fyrir að starfandi sé samráðsnefnd virkjunaraðila Blönduvirkjunar og heimamanna. Hvetur Landgræðslan til þess að sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipi fulltrúa í samráðsnefnd og óski eftir skipun fulltrúa frá Landsvirkjun.