Fara í efni

Fundur með ráðherra vegna Heilbrigðisstofnunarinnar

Málsnúmer 1008056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Í framhaldi af bókun 522. fundar byggðarráðs (mál 1006235) rætt um mögulegan fundartíma með heilbrigðisráðherra.

Byggðarráð samþykkir að tillögu ráðherra að eiga fund með honum miðvikudaginn 25. ágúst nk. á Sauðárkróki.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 529. fundur - 23.09.2010

Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu um málefni stofnunarinnar. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið sveitarstjórnarmennirnir Viggó Jónsson og Sigríður Svavarsdóttir. Sveitarstjórn mun svo funda með Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra síðar í dag.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 529. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.