Fara í efni

Óþefur frá sorpurðunarsvæði á Skarðsmóum

Málsnúmer 1008069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks, þar sem formaður klúbbsins óskar eftir því við sveitarfélagið að það geri ráðstafanir strax, til að koma í veg fyrir að megn óþefur frá sorpurðunarsvæðinu á Skarðsmóum berist yfir golfvöllinn og bæinn þegar vindáttinni hagar svo.

Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis- og tæknisviði sveitarfélagsins að kanna málið og hvort úrbóta sé þörf. Minnt er á að í haust leggst sorpurðun af á núverandi urðunarstað og sorp flutt framvegis til urðunar í Stekkjarvík í A-Hún.