Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, leggur fram eftirfarandi tillögu til samþykktar í sveitarstjórn Skagafjarðar:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til við ríkisstjórn Íslands að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar".
Greinargerð Auknar tekjur af fiskvinnslu og útgerð í Skagafirði eru brýnt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið og er tillagan lögð fram með það fyrir augum að þverpólitísk samstaða fulltrúa allra flokka í sveitarstjórn Skagafjarðar geti orðið um samþykkt hennar.
Rekstrarreikningur KS einn og sér fyrir árið 2009 sýnir hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er fyrir afkomu sveitarfélagsins en tekjur félagsins af veiðum og fiskvinnslu voru tæplega 7,8 milljarðar króna það ár. Ljóst er að auknar veiðiheimildir fyrirtækja í sjávarútvegi í Skagafirði um t.d. 30% myndu leiða til nokkurra milljarða tekjuaukningar sjávarútvegsfyrirtækja og stór hluti þeirrar upphæðar færi ofan í vasa þeirra sem starfa í greininni. Ekki þarf flókna reikninga til að sjá að aukningin skilaði sveitarfélaginu strax auknum tekjum í gegnum útsvarið, sem er 13,28%, og sömuleiðis 30% aukningu í hafnartekjum Skagafjarðar.
Auknar tekjur yrðu til þess að ekki þyrfti að fara í sársaukafullan niðurskurð á þjónustu sveitarfélagsins og sömuleiðis yrðu nýframkvæmdir fjárhagslega mögulegar.
Það er sannfæring flutningsmanns tilögunnar að allir flokkar geti sameinast um tillögurnar þar sem lögð eru til hliðar margvísleg sjónarmið sem deilur eru um, s.s. hvernig beri að úthluta aukningu og hvernig eigi að stjórna veiðum, þ.e. með aflahlutdeildar- eða dagakerfi líkt og Færeyingar nýta með góðum árangri við stjórna sinna fiskveiða.
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks úr Norðvesturkjördæmi á þingi, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson, hafa báðir lagt til að veiðiheimildir yrðu stórauknar til þess að gefa efnahagslífinu rækilega innspýtingu. Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í ræðu sinni á landsfundi flokksins síðasta sumar að veiðiheimildir yrðu auknar.
Í ræðu sem Kristján Möller, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar og leiðtogi landsbyggðarsjónarmiða flokksins, flutti á síðasta ársþingi SSNV kom fram skýr og einbeittur vilji til þess að auka veiðiheimildir.
Sama tón mátti merkja í ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á sama vettvangi en hann taldi sig þó að einhverju leyti bundinn ákveðinni endurskoðun á svokallaðri aflareglu sem byggir á reiknisfiskifræðilegum grunni.
Það skiptir miklu máli að sveitarstjórn Skagafjarðar sendi frá sér skýr skilaboð í veigamiklu hagsmunamáli sveitarfélagsins og hvetji og styðji við bakið á sjávarútvegsráðherra til að ganga fram af myndugleik og festu við að auka stórlega við heimildir til fiskveiða í efnahagslögsögu landsins. Ekki þarf að óttast í neinu að það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir afrakstur nytjastofna sjávar að fara fram úr reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf Hafró, síðustu tvo áratugina í Færeyjum hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga. Ekki er hægt að sýna fram á að umframveiðin hafi verið neikvæð í Færeyjum fyrir nytjastofna eða þá í Barentshafinu þar sem rækilega hefur verið veitt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, með leyfi varaforseta og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
"Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar áformum sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu."
Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna.
Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Jón Magnússon leggur til að breyta einu orði í tillögu sveitarstjórnarfulltrúa framsóknarflokks og vinstri grænna svohljóðandi.
"Sveitarstjórn Skagafjarðar styður áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu."
Breytingartillaga með áorðnum breytingum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
"Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til við ríkisstjórn Íslands að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar".
Auknar tekjur af fiskvinnslu og útgerð í Skagafirði eru brýnt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið og er tillagan lögð fram með það fyrir augum að þverpólitísk samstaða fulltrúa allra flokka í sveitarstjórn Skagafjarðar geti orðið um samþykkt hennar.
Rekstrarreikningur KS einn og sér fyrir árið 2009 sýnir hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er fyrir afkomu sveitarfélagsins en tekjur félagsins af veiðum og fiskvinnslu voru tæplega 7,8 milljarðar króna það ár. Ljóst er að auknar veiðiheimildir fyrirtækja í sjávarútvegi í Skagafirði um t.d. 30% myndu leiða til nokkurra milljarða tekjuaukningar sjávarútvegsfyrirtækja og stór hluti þeirrar upphæðar færi ofan í vasa þeirra sem starfa í greininni. Ekki þarf flókna reikninga til að sjá að aukningin skilaði sveitarfélaginu strax auknum tekjum í gegnum útsvarið, sem er 13,28%, og sömuleiðis 30% aukningu í hafnartekjum Skagafjarðar.
Auknar tekjur yrðu til þess að ekki þyrfti að fara í sársaukafullan niðurskurð á þjónustu sveitarfélagsins og sömuleiðis yrðu nýframkvæmdir fjárhagslega mögulegar.
Það er sannfæring flutningsmanns tilögunnar að allir flokkar geti sameinast um tillögurnar þar sem lögð eru til hliðar margvísleg sjónarmið sem deilur eru um, s.s. hvernig beri að úthluta aukningu og hvernig eigi að stjórna veiðum, þ.e. með aflahlutdeildar- eða dagakerfi líkt og Færeyingar nýta með góðum árangri við stjórna sinna fiskveiða.
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks úr Norðvesturkjördæmi á þingi, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson, hafa báðir lagt til að veiðiheimildir yrðu stórauknar til þess að gefa efnahagslífinu rækilega innspýtingu. Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í ræðu sinni á landsfundi flokksins síðasta sumar að veiðiheimildir yrðu auknar.
Í ræðu sem Kristján Möller, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar og leiðtogi landsbyggðarsjónarmiða flokksins, flutti á síðasta ársþingi SSNV kom fram skýr og einbeittur vilji til þess að auka veiðiheimildir.
Sama tón mátti merkja í ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á sama vettvangi en hann taldi sig þó að einhverju leyti bundinn ákveðinni endurskoðun á svokallaðri aflareglu sem byggir á reiknisfiskifræðilegum grunni.
Það skiptir miklu máli að sveitarstjórn Skagafjarðar sendi frá sér skýr skilaboð í veigamiklu hagsmunamáli sveitarfélagsins og hvetji og styðji við bakið á sjávarútvegsráðherra til að ganga fram af myndugleik og festu við að auka stórlega við heimildir til fiskveiða í efnahagslögsögu landsins. Ekki þarf að óttast í neinu að það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir afrakstur nytjastofna sjávar að fara fram úr reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf Hafró, síðustu tvo áratugina í Færeyjum hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga. Ekki er hægt að sýna fram á að umframveiðin hafi verið neikvæð í Færeyjum fyrir nytjastofna eða þá í Barentshafinu þar sem rækilega hefur verið veitt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga.