Forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, tók til máls og fjallaði um fyrirhugaðan niðurskurð, hvað varðar Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, í fjárlagafrumvarpi 2011.
Bjarni Jónsson kynnti eftirfarandi ályktun sem lögð er fram af Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar.
Vegið að búsetu og lífskjörum í Skagafirði
"Sveitarstjórn Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri aðför að heilbrigðisþjónustu í héraðinu sem boðuð er í frumvarpi til fjárlaga næsta árs og krefst þess að þau áform verði dregin til baka. Allar hefðir í samskiptum ríkis og sveitarfélaga eru þverbrotnar með því að lagðar eru fram einhliða og án samráðs, tillögur sem fela í sér grundvallarbreytingar á skipulagi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp í landinu á undanförnum áratugum hvað varðar aðgengi á jafnréttisgrunni að heilbrigðis- og sjúkraþjónustu.
Landsbyggðin er afar hart leikin í fjárlagatillögum stjórnvalda og felst í þeim nánast aðför að heilbrigðisþjónustu í heilu landshlutunum. Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er ætlað að taka á sig um 30% niðurskurð til viðbótar við þau 11% sem hún þarf að þola á yfirstandandi ári. Ef tillögurnar ganga eftir mun stofnunin ekki halda velli í núverandi mynd, ásamt því að stór hluti af þeirri þjónustu sem hún hefur veitt yrði aflagður. Gera má ráð fyrir að segja þurfi upp allt að 40 manns, en það samsvaraði því að um 1100 heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt upp í Reykjavík. Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu stjórnvalda að leggja fram svo óraunsæjar tillögur sem aukin heldur valda ótta og skelfingu í þeim byggðarlögum þar sem harðast er borið niður.
Sveitarstjórn Skagafjarðar mun leita allra leiða til að standa vörð um störf við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og þá góðu þjónustu sem hún hefur veitt. Íbúar í Skagafirði sem annarsstaðar á landsbyggðinni munu ekki una því að samfélagsgerð og velferðarþjónusta sem hefur verið byggð upp í heimabyggð í krafti fleiri kynslóða verði brotin niður á nokkrum mánuðum.
Um leið og Sveitarstjórn Skagafjarðar krefst þess að heilbrigðisráðherra dragi til baka áform um stórfelldan niðurskurð við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, hvetur hún ráðherra til samráðs á jafnræðisgrunni við hagsmunaðila í héraði um allar stærri ákvarðanir er varða heilbrigðisstofnunina og fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í Skagafirði."
Ályktunin var borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bjarni Jónsson las upp bréf frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki sem sent var heilbrigðisráðherra Guðbjarti Hannessyni í gær.
Forseti lagði fram tillögu um að, sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar í samvinnu við Hollvinasamatök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki haldi íbúafund um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar. Var það samþykkt samhljóða.
Forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, tók til máls og fjallaði um fyrirhugaðan niðurskurð, hvað varðar Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, í fjárlagafrumvarpi 2011.
Bjarni Jónsson kynnti eftirfarandi ályktun sem lögð er fram af Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar.
Vegið að búsetu og lífskjörum í Skagafirði
"Sveitarstjórn Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri aðför að heilbrigðisþjónustu í héraðinu sem boðuð er í frumvarpi til fjárlaga næsta árs og krefst þess að þau áform verði dregin til baka. Allar hefðir í samskiptum ríkis og sveitarfélaga eru þverbrotnar með því að lagðar eru fram einhliða og án samráðs, tillögur sem fela í sér grundvallarbreytingar á skipulagi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp í landinu á undanförnum áratugum hvað varðar aðgengi á jafnréttisgrunni að heilbrigðis- og sjúkraþjónustu.
Landsbyggðin er afar hart leikin í fjárlagatillögum stjórnvalda og felst í þeim nánast aðför að heilbrigðisþjónustu í heilu landshlutunum. Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er ætlað að taka á sig um 30% niðurskurð til viðbótar við þau 11% sem hún þarf að þola á yfirstandandi ári. Ef tillögurnar ganga eftir mun stofnunin ekki halda velli í núverandi mynd, ásamt því að stór hluti af þeirri þjónustu sem hún hefur veitt yrði aflagður. Gera má ráð fyrir að segja þurfi upp allt að 40 manns, en það samsvaraði því að um 1100 heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt upp í Reykjavík. Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu stjórnvalda að leggja fram svo óraunsæjar tillögur sem aukin heldur valda ótta og skelfingu í þeim byggðarlögum þar sem harðast er borið niður.
Sveitarstjórn Skagafjarðar mun leita allra leiða til að standa vörð um störf við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og þá góðu þjónustu sem hún hefur veitt. Íbúar í Skagafirði sem annarsstaðar á landsbyggðinni munu ekki una því að samfélagsgerð og velferðarþjónusta sem hefur verið byggð upp í heimabyggð í krafti fleiri kynslóða verði brotin niður á nokkrum mánuðum.
Um leið og Sveitarstjórn Skagafjarðar krefst þess að heilbrigðisráðherra dragi til baka áform um stórfelldan niðurskurð við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, hvetur hún ráðherra til samráðs á jafnræðisgrunni við hagsmunaðila í héraði um allar stærri ákvarðanir er varða heilbrigðisstofnunina og fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu í Skagafirði."
Ályktunin var borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bjarni Jónsson las upp bréf frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki sem sent var heilbrigðisráðherra Guðbjarti Hannessyni í gær.
Forseti lagði fram tillögu um að, sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar í samvinnu við Hollvinasamatök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki haldi íbúafund um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar. Var það samþykkt samhljóða.
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.