Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, hefur óskað eftir skriflegum svörum frá formanni byggðarráðs við eftirfarandi spurningum:
1. Hvernig verður vinnu við fjárhagsáætlun 2011 háttað og hvenær er fyrirhugað að fjalla um það í byggðaráði, nefnum og í sveitarstjórn ? Sveitarstjórn ber að skila fjárhagsáætlun fyrir árslok 2010, það er því nú þegar skammur tími til stefnu.
Svar: Vinna við fjárhagsáætlun er hafin, það er ljóst að næsta ár verður fjárhagslega þungt, mikilvægt er að vinnan verði unnin eins faglega og mögulegt er og sem mest í samráði. Rétt er að tíminn líður hratt en margt hefur verið óljóst og þá sérstaklega tekjur sem koma frá ríkisvaldinu. Gert er ráð fyrir að tillaga að ramma liggi fyrir næsta fund Byggðaráðs.
2. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lagði til 8. júní sl. að leggja til við nýkjörna sveitarstjórn að skipuð yrði nefnd allra flokka til að fara í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Sú tillaga var tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn 1.júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs. Tillagan var síðan lögð fram í byggðaráði 29.júlí sl. og var frestað að tillögu meirihlutans þar sem ekki var búið að ráða sveitarstjóra. Hvaða áform hefur meirihlutinn varðandi þá tillögu og þá hagræðingarvinnu sem lagt var til að fara í ?
Svar: Meirihlutinn áformar að setja á fót hagræðingarnefnd sem í munu sitja sérfræðingar í rekstri sem munu fara yfir rekstur sveitafélagsins. Mun þessi tillaga væntanlega koma fram á næsta fundi sveitastjórnar.
3. Hvernig líður vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1.júlí sl. ?
Svar: Milliuppgjör liggur fyrir og verður lagt fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, hefur óskað eftir skriflegum svörum frá formanni byggðarráðs við eftirfarandi spurningum:
1. Hvernig verður vinnu við fjárhagsáætlun 2011 háttað og hvenær er fyrirhugað að fjalla um það í byggðaráði, nefnum og í sveitarstjórn ? Sveitarstjórn ber að skila fjárhagsáætlun fyrir árslok 2010, það er því nú þegar skammur tími til stefnu.
Svar: Vinna við fjárhagsáætlun er hafin, það er ljóst að næsta ár verður fjárhagslega þungt, mikilvægt er að vinnan verði unnin eins faglega og mögulegt er og sem mest í samráði. Rétt er að tíminn líður hratt en margt hefur verið óljóst og þá sérstaklega tekjur sem koma frá ríkisvaldinu. Gert er ráð fyrir að tillaga að ramma liggi fyrir næsta fund Byggðaráðs.
2. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lagði til 8. júní sl. að leggja til við nýkjörna sveitarstjórn að skipuð yrði nefnd allra flokka til að fara í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Sú tillaga var tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn 1.júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs. Tillagan var síðan lögð fram í byggðaráði 29.júlí sl. og var frestað að tillögu meirihlutans þar sem ekki var búið að ráða sveitarstjóra. Hvaða áform hefur meirihlutinn varðandi þá tillögu og þá hagræðingarvinnu sem lagt var til að fara í ?
Svar: Meirihlutinn áformar að setja á fót hagræðingarnefnd sem í munu sitja sérfræðingar í rekstri sem munu fara yfir rekstur sveitafélagsins. Mun þessi tillaga væntanlega koma fram á næsta fundi sveitastjórnar.
3. Hvernig líður vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1.júlí sl. ?
Svar: Milliuppgjör liggur fyrir og verður lagt fyrir næsta fund sveitarstjórnar.