Fara í efni

Árshlutareikningur 1. janúar - 30.júní 2010

Málsnúmer 1010267

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Lagður fram árshlutareikningur fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans, fyrir tímabilið 1. janúar ? 30. júní 2010. Fyrir fund sveitarstjórnar í dag, kynnti Kristján Jónasson, lögg. endurskoðandi hjá KPMG niðurstöður reikningsins og svaraði fyrirspurnum.

Niðurstaða árshlutareikningsins er eftirfarandi:

Rekstrartekjur A-hluta 1.306.165.584 kr., B-hluta 203.989.254 kr., samtals A+B 1.510.548.838 kr.

Rekstrargjöld A-hluta 1.376.270.502 kr., B-hluta 145.138.268 kr., samtals A+B 1.503.408.771 kr.

Fjármagnsliðir A-hluta neikvæðir um 72.980.494 kr. og B-hluta neikvæðir um 28.311.861 kr., samtals A+B neikvæðir um 101.292.355 kr.

Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 143.085.411 kr., B-hluta jákvæð um 48.539.124 kr., samtals neikvæð um 94.546.287 kr.

Eigið fé A og B hluta samtals pr. 30.06. 2010 1.204.105.336 kr.,skuldbindingar 710.425.211 kr., langtímaskuldir 2.917.327.580 kr. og skammtímaskuldir 829.786.469 kr. Fjárfestingar á tímabilinu námu samtals 386.284.052 kr. og ný lántaka 153.497.489 kr.