Fara í efni

Aðför heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðákróki.

Málsnúmer 1011006

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Skagafjarðar furðar sig á því að heilbrigðsráðherra hafi ekki enn sinnt beiðni sveitarstjórnar frá 4. október sl. um fund þar sem útskýrðar verða vafasamar forsendur stórfellds og óvægins niðurskurðar á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem heimamenn hafa m.a. byggt upp með óeigingjörnu sjálfboðliðastafi og fjárframlögum.

Sveitarstjórn fer fram á að ráðherra og 3. þingmaður Norðvestur kjördæmis geri rækilega grein fyrir hvernig réttlæta megi tillögur sem fela í sér að íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði veitt svo þungt högg sem frumvarp til fjárlaga næsta árs ber með sér.

Sveitarstjórn Skagafjarðar krefst þess enn og aftur að 30% viðbótarniðurskurður á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki verði dregin til baka nú þegar.

Stefán Vagn Stefánsson, Jón Magnússon og Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, kvöddu sér hljóðs.

Forseti bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt með 8 atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá og gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun.

Ástæða þess að fundarboð sveitarstjórnar á að berast sveitarstjórnarfulltrúum tveimur sólarhringum fyrir sveitarstjórnarfundi er til þess að sveitarstjórnarfulltrúar geti kynnt sér mál og undirbúið sig fyrir fundi. Ég tel ekki rétt að vera með uppákomutillögur samþykktar með afbrigðum á sveitarstjórnarfundum.