Fara í efni

Lækkun á styrkjum til UMSS

Málsnúmer 1012079

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 14.12.2010

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að styrkir til aðildarfélaga UMSS nemi 8,0 milljónum króna á næsta ári miðað við óbreyttan fjárhagsramma. Nefndin hefur óskað eftir því við Byggðaráð að fjárhagsramminn verði 3,0 milljónum hærri, m.a. til þess að lækkun styrkja til UMSS verði minni. Jafnframt samþykkir nefndin að greiða áfram styrk vegna skrifstofuhalds UMSS. Styrkurinn nemur 500.000.-

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 167. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.