Styrkumsókn frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls
Málsnúmer 1101216
Vakta málsnúmerStjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 09.06.2011
Formaður las upp þakkarbréf frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls sem þakkar stuðning við ferð hans til Kanada í ágúst.
Lagt fram bréf frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls sem hyggur á menningarferð til Kanada á sumri komandi. Í bréfinu er leitað eftir styrk frá Menningarsetrinu vegna fararinnar. Þar sem Gunnar Rögnvaldsson er í kirkjukór Gaumbæjarsóknar vék hann af fundi meðan málið var afgreitt. Samþykkt að styrkja kórinn um kr. 1.000.000,- eina milljón.