Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 21. janúar 2011 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Ólafur Hallgrímsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá
Fyrsti fundur eftir sveitarstjórnarkosningar 2010.

1.Fundur í Varmahlíðarstjórn 21. jan 2011

Málsnúmer 1101052Vakta málsnúmer

Sveitarstjórinn Ásta Pálmadóttir bauð fundarmenn velkomna og kynnti verkaskiptingu. Formaður Þórdís Friðbjörnsdóttir, varaform. Ólafur Þ. Hallgrímsson, ritari Gunnar Rögnvaldsson. Meðstjórnendur Ásdís Sigurjónsdóttir og Arnór Gunnarsson.

2.Breytt lóðamörk Skógarstígs 2

Málsnúmer 1101177Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram bréf frá Kára Gunnarssyni og Sigfríði Halldórsdóttur Skógarstíg 2 í Varmahlíð þar sem þau fara fram á endurnýjun á lóðaleigusamningi og breytingu á lóðamörkum sk. teikningu ( drög) Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að breytingum á lóðamörkum. Formanni falið að ganga frá málinu.

3.Styrkumsókn frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls

Málsnúmer 1101216Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls sem hyggur á menningarferð til Kanada á sumri komandi. Í bréfinu er leitað eftir styrk frá Menningarsetrinu vegna fararinnar. Þar sem Gunnar Rögnvaldsson er í kirkjukór Gaumbæjarsóknar vék hann af fundi meðan málið var afgreitt. Samþykkt að styrkja kórinn um kr. 1.000.000,- eina milljón.

4.Reykjarhólsvegur 4B -

Málsnúmer 1005049Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram lóðaleigusamning Lnr. 208429 fyrir Reykjarhólsveg 4B, leigutaki Magnús Aadnegaard. Tekur hann þar með við lóð sem ISSS-húsum var úthlutað , en þeir hafa sagt sig frá formlega með bréfi dagsettu 05.05.2010

5.Viðgerð á torfþaki og -veggjum

Málsnúmer 1005216Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram bréf dagsett 30. sept . 2010 þar sem fjármálastjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar Margeir Friðriksson úrskýrir kostnaðarskiptingu vegna viðhalds húss Ferðasmiðjunnar ehf í Varmahlíð, en þar á Menningarsetrið á 21,4% Samkvæmt meðfylgjandi reikningum er hlutur Menningarsetursins kr. 342.000,- Viðhaldið fólst einkum í viðgerð á torfhleðslu og viðarvörn. Formanni falið að ganga frá greiðslu.

6.Merkjagirðing milli Reykjarhóls og Grófargils

Málsnúmer 1101176Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram sundurliðaðan reikning vegna kostnaðar við merkjagirðingu á milli Reykjarhóls og Grófargils stílaðan af Sigurði Haraldssyni Grófargili. Heildarkostnaður samkv. reikningi er kr. 796.181,- en af því greiðir Menningarsetrið helming 398.090,- og hefur það verið gert, 17.12.2010

Formaður reifaði mögulegan fundartíma og fundarstað og verður leitast við að hittast í Varmahlið en ekki á fjósatíma.

Fundi slitið.