Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
1.Ársreikningar 2010
Málsnúmer 1111017Vakta málsnúmer
Formaður kynnti reikninga nr. 1467 í sjóðabók.
Tekjur samtals 1.685.282 kr
Gjöld samtals 989.639 kr.
Niðurstaða reikninga rekstrar 779.592 í hagnað.
Eignir alls. 48.115.751,-
Skuldir og eigið fé.
Eigið fé 47.774.849.-
Langtímaskuldir 1.902,-
Skammtímaskuldir 340.000,-
Skuldir og eigið fé alls 48.115.751,-
Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.
2.Styrkumsókn v sumarhátíðar Birkilundar 2011
Málsnúmer 1111018Vakta málsnúmer
Bréf frá foreldrafélagi Birkilundar v. sumarhátíðar leikskólans.
Samþykkt að veita foreldrafélagi Birkilundar kr. 30.000,- samkv. bréfi.
3.Styrkbeiðni v íþróttaferðar til Gautaborgar
Málsnúmer 1111020Vakta málsnúmer
Beiðni um fjárstyrk,. dags. 23.3.2011 frá frjálsíþróttadeild UMSS vegna íþróttaferðar til Gautaborgar á Norðurlandaleika, 23 keppendur þar af 12 frá Varmahlíð. Samþykkt að veita UMSS kr.300.000.- samkv. bréfi.
4.Styrkbeiðni v tjaldsvæðis í Varmahlíð
Málsnúmer 1111019Vakta málsnúmer
Beiðni um fjárstyrk frá umsjónarmanni tjaldsvæðis í Varmahlíð vegna leiktækja við tjaldsvæðið/ íþróttasvæðið í Varmahlíð.
Nefndin þakkar fyrir bréfið og tekur jákvætt í erindið og biður um frekari útskýringar á verkefninu, hvað skipulag og fjárhagsáætlun varðar. Formanni falið að svara bréfinu samkv. bókun.
5.Styrkumsókn frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls
Málsnúmer 1101216Vakta málsnúmer
Formaður las upp þakkarbréf frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls sem þakkar stuðning við ferð hans til Kanada í ágúst.
Fundi slitið.