Helluland land G (219626) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1103103
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 222. fundur - 23.03.2011
Helluland land G (219626) Steingrímur Garðarsson kt. 2706282149 og Þorvaldur Steingrímsson kt. 080359-3739 eigendur lóðarinnar Helluland land G, landnúmer 219626 sem skipt hefur verið út úr landi jarðarinnar Hellulands í Hegranesi sækja með bréfi dagsettu 17. mars um samþykki skipulags- og byggingarnefndar fyrir byggingarreit á lóðinni. Einnig óska þeir eftir framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að fyrirhuguðum byggingarreit. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu húss á lóðinni, veglagningu og tengingu við Hegranesveg nr. 764. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og er hann í verki númer 7562, nr. S-01. Einnig fyrirliggjandi jákvæðar umsagnir minjavarðar Norðurlands vestra dags. 17. febrúar 2011 og Vegagerðarinnar dags. 10. mars 2011. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Afgreiðsla 222. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.