Skipulags- og byggingarnefnd
1.Hofsós-Umsókn um leyfi fyrir pylsuvagni
Málsnúmer 1012133Vakta málsnúmer
2.Lágeyri 3 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 1010085Vakta málsnúmer
Lágeyri 3 - Umsókn um lóð. Þann 17. nóvember sl. var lóðinni Lágeyri 3 úthlutað þeim Hjálmari Steinari Skarphéðinssyni kt. 110341-2889, Stefáni Valdimarssyni kt. 160248-7699, Steindóri Árnasyni 201261- 3259 og fh. Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360, Þorvaldi Steingrímssyni kt 080359-3739. Umsækjendur hafa óskað eftir breytingum á lóðarstærð. Á 65. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var erindi þar um vísað til Skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á breytingartillögu umsækjenda en getur samþykkt að lóðin stækki til austurs í 50 m eins og fram kemur á tillöguuppdrætti tæknideildar dagsettum 18.03.2011. Lóðarstærð verði 1.846,5 m2 og byggingarreitur verði 792 m2 Lóðin Lágeyri 1 tekur sömu breytingum, þe verður 50 m austur vestur í stað 42,5 m.
3.Ríp 1 land (146395) - Afstöðuuppdráttur.
Málsnúmer 1012120Vakta málsnúmer
Ríp 1 land (146395) - Afstöðuuppdráttur. Þórður Þórðarson kt. 021064-3439 eigandi lóðarinnar Ríp 1 land (146395) sækir með bréfi dagsettu 17. janúar sl., um að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni. Framlagður afstöðuuppdráttur er gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Uppdrátturinn í verki númer 7564 RÍP_AFST.SO1 nr., S01 og er hann dagsettur 17. janúar 2011. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir landeiganda aðliggjandi jarða og umsagnaraðila. Skipulags- og byggingarnefnd nefnd samþykkir erindið.
4.Innstaland 145940 - Fjarskiptamastur
Málsnúmer 1103024Vakta málsnúmer
Innstaland 145940. Fjarskiptamastur. Guðjón Þ. Sigfússon verkfræðingur hjá VGS verkfræðistofu sækir fyrir hönd Þórhalls Ólafssonar hjá Neyðarlínu um leyfi til að setja upp sendi, mastur og tækjahús fyrir Tetra kerfi á Tindastóli, í landi Innstalands. Framlagðir uppdrættir gerðir af honum sjálfum. Einnig meðfylgjandi lóðarleigusamningur við landeigendur Innstalands og er hann dagsettur 22. febrúar 2011. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir fyrirhugaðri lagnaleið sem er um land Innstalands og Skarðs. Ekki liggur fyrir umsögn landeigenda Skarðs. Samþykkt með fyrirvara um samþykki allra landeiganda.
5.Steintún 146234 - Afstöðuuppdráttur.
Málsnúmer 1101064Vakta málsnúmer
Steintún. Umsögn um byggingarreit. Kjartan Rafnsson Hlíðarbyggð 15 210 Garðabæ, f.h Skagasólar ehf kt 470205-0240 sækir með bréfi dagsettu 16.12.2010 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á jörðinni samkvæmt aðaluppdráttum gerðum af Jóni M Halldórssyni kt 091162-3509. Skagasól ehf er þinglýstur eigandi jarðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða staðsetningu og byggingarreit og felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi.
6.Barðskirkja 146778 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1102128Vakta málsnúmer
7.Helluland land G (219626) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1103103Vakta málsnúmer
8.Ártorg 1 (143142) - umsókn.
Málsnúmer 1102065Vakta málsnúmer
Á 221. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða mögulegar breytingar á byggingarreit lóðarinnar Ártorg 1 (143142) í framhaldi af erindi Þórólfs Gíslason kaupfélagsstjóri f.h Kaupfélags Skagfirðinga. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreit lóðarinnar Ártorg 1 sem jafnframt tekur á breytingu á lóðarmörkum lóðanna Ártorgs 1 og Skagfirðingabrautar 51. Tillöguuppdrátturinn er unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur og er hann dagsettur 22. mars 2011. Samþykkta að auglýsa breytingatillöguna samkvæmt skipulagslögum.
9.Skagfirðingabraut 51 (143718) - umsókn.
Málsnúmer 1103128Vakta málsnúmer
Á 221. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða mögulegar breytingar á byggingarreit lóðarinnar Ártorg 1 (143142) í framhaldi af erindi Þórólfs Gíslason kaupfélagsstjóri f.h Kaupfélags Skagfirðinga. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreit lóðarinnar Ártorg 1 sem jafnframt tekur á breytingu á lóðarmörkum lóðanna Ártorgs 1 og Skagfirðingabrautar 51. Tillöguuppdrátturinn er unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur og er hann dagsettur 22. mars 2011. Samþykkta að auglýsa breytingatillöguna samkvæmt skipulagslögum.
10.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hitaveitulögn í Sæmundarhlíð.
Málsnúmer 1103127Vakta málsnúmer
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hitaveitulögn í Sæmundarhlíð. Páll Pálsson, veitustjóri sækir með bréfi dagsettu 21. mars sl., um framkvæmdaleyfi til að leggja hitaveitulögn frá stofnlögn á Langholti og að bæjum í Sæmundarhlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 1017, nr. S-100 til S-107 og eru þeir dagsettir 21. mars 2011.nr. Skipulags- og byggingarnefndnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi að fengnum umsögn hlutaðeigandi aðila.
11.Ytra-Skörðugil III Lóð - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1103132Vakta málsnúmer
Ytra-Skörðugil III. Ágúst Jónsson kt. 030751-7369 þinglýstur eigandi jarðarinnar Ytra-Skörðugils III í Skagafirði, landnr. 176738, sækir hér með um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 1017, dags. 17. mars 2011. Jafnframt er óskað heimildar til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Fyrirhugað er að leigja Skagafjarðarveitum ehf. lóðina undir dælustöð, vegna hitaveitulagnar í Sæmundarhlíð. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Ytra-Skörðugili III, landnr. 176738. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Fundi slitið - kl. 09:48.
Hofsós-Umsókn um leyfi fyrir pylsuvagni. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3.11.2010 (1010203). Í dag liggur fyrir erindi dagsett 4.12.2010 undirritað af sömu umsækjendum, Elsu Stefánsdóttur, Gunnari Atlia Gunnarssyni og Sonju Sif Jóhannsdóttur þar sem sótt er um langtímaleyfi fyrir færanlegum pylsuvagni. Samkvæmt framlögðum uppdrætti er staðsetning fyrirhuguð milli Höfðaborgar og gömlu ESSO stöðvarinnar. Samþykkt að veita tímabundið leyfi frá 15. maí 2011 til 30. september 2011.