Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hitaveitulögn í Sæmundarhlíð.
Málsnúmer 1103127
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Afgreiðsla 222. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hitaveitulögn í Sæmundarhlíð. Páll Pálsson, veitustjóri sækir með bréfi dagsettu 21. mars sl., um framkvæmdaleyfi til að leggja hitaveitulögn frá stofnlögn á Langholti og að bæjum í Sæmundarhlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 1017, nr. S-100 til S-107 og eru þeir dagsettir 21. mars 2011.nr. Skipulags- og byggingarnefndnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi að fengnum umsögn hlutaðeigandi aðila.