Fara í efni

Rekstur handverkssölu í Varmahlíð sumarið 2011

Málsnúmer 1103134

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 72. fundur - 23.03.2011

Lagt fram erindi frá handverksfélaginu Alþýðulist þar sem félagið óskar eftir aðstoð við rekstur handverkshúss í Varmahlíð í núverandi húsnæði upplýsingamiðstöðvarinnar, í ljósi fyrirhugaðra breytinga á rekstri hennar.

Nefndin tekur vel í að styrkja rekstur handverkshúss í Varmahlíð á komandi sumri með niðurfellingu á hluta af kostnaði við rekstur hússins. Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við félagið um útfærslu á málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.