Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Rekstur tjaldstæða 2011
Málsnúmer 1101201Vakta málsnúmer
2.Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2011
Málsnúmer 1101144Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála varðandi undirbúning Landsmóts hestamanna sem fram fer á Vindheimamelum í sumar.
3.Atvinnusköpun í sjávarbyggðum
Málsnúmer 1103135Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um sjóð til styrktar atvinnusköpun í sjávarbyggðum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
4.Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011
Málsnúmer 1102078Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri lagði fram drög að samningi við Kaupfélag Skagfirðinga um rekstur á upplýsingamiðstöð í húsnæði KS. Ólafur Sigmarsson frá KS kom til fundarins og ræddi mögulegar útfærslur á upplýsingamiðstöð í KS Varmahlíð.
Sviðsstjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund nefndarinnar til staðfestingar.
5.Rekstur handverkssölu í Varmahlíð sumarið 2011
Málsnúmer 1103134Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá handverksfélaginu Alþýðulist þar sem félagið óskar eftir aðstoð við rekstur handverkshúss í Varmahlíð í núverandi húsnæði upplýsingamiðstöðvarinnar, í ljósi fyrirhugaðra breytinga á rekstri hennar.
Nefndin tekur vel í að styrkja rekstur handverkshúss í Varmahlíð á komandi sumri með niðurfellingu á hluta af kostnaði við rekstur hússins. Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við félagið um útfærslu á málinu.
Fundi slitið - kl. 11:35.
Farið yfir tilboð sem borist hafa í rekstur tjaldstæða í Skagafirði.
Nefndin felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Hildi Þóru Magnúsdóttur og Halldór Brynjar Gunnlaugsson um rekstur tjaldstæðanna í Varmahlíð, á Sauðárkróki og á Hofsósi til fimm ára.