Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Málsnúmer 1104012
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 171. fundur - 12.04.2011
Sótt var um fjármögnun fyrir 15 störf til Vinnumálastofnunar vegna sérstaks átaks í atvinnumálum ungmenna eldri en 18 ára. Vinnumálastofnun hefur úthlutað Sveitarfélaginu fjárveitingu til að ráða 5 ungmenni. Skipting þessara starfa fer fram í samstarfi sviðanna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Afgreiðsla 171. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Rætt um atvinnuátak fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Sigfúsi falin ábyrgð á því að umsókn berist Vinnumálastofnun í dag.