Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

171. fundur 12. apríl 2011 kl. 09:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá
María Björk, Ótthar og Ivano sátu undir dagskrárliðum 1.-3. Gunnar Sandholt sat undir lið 3 og til loka fundar. Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat undir lið 9.

1.Rekstur sundlauga sumarið 2011

Málsnúmer 1103081Vakta málsnúmer

Afgreiðslutími sundlauga í Skagafirði verður með eftirfarandi hætti í sumar. Sundlaug Sauðárkróks verður opin virka daga frá kl. 6.50-21.00, 10-17 laugardaga, 10-16 sunnudaga. Sundlaugin á Hofsósi verður opin virka daga frá kl. 9.15-21.15, 10.15-17.15 um helgar. Sundlaugin í Varmahlíð verður opin virka daga frá kl. 10.30-21.00 og 10-17 um helgar. Auglýst verður eftir rekstraraðila að sundlauginni að Sólgörðum.

2.Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Málsnúmer 1104012Vakta málsnúmer

Sótt var um fjármögnun fyrir 15 störf til Vinnumálastofnunar vegna sérstaks átaks í atvinnumálum ungmenna eldri en 18 ára. Vinnumálastofnun hefur úthlutað Sveitarfélaginu fjárveitingu til að ráða 5 ungmenni. Skipting þessara starfa fer fram í samstarfi sviðanna.

3.Velferðarsjóður íþróttahreyfingarinnar

Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer

Byggðarráð hefur samþykkt að veita 500.000 kr. af fjárhagslið 21890 til þessa verkefnis, enda nái það til allra barna í sveitarfélaginu og felur félags- og tómstundanefnd að útfæra reglur um úthlutun í samráði við íþróttahreyfinguna í Skagafirði. Félagsmálastjóra og Frístundastjóra er falið að ræða við forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar um útfærslu á reglum í samræmi við umræður á fundinum.

4.Stofnfjáraðili - styrktarumsókn

Málsnúmer 1103049Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir vísar til umsagnar félags- og tómstundanefndar erindi frá Sérfræðingunum ses., þar sem sveitarfélaginu er boðið að gerast stofnfjáraðili að félaginu með því að greiða framlag sem nemur 50 krónum pr. íbúa sveitarfélagsins.
Markmið félagsins er að koma af stað starfsemi á Íslandi til að nálgast einstaklinga á einhverfurófinu, greina styrkleika þeirra og síðan kenna þeim og þjálfa til virkrar atvinnuþátttöku.

Nefndin telur að hér sé um gott málefni að ræða en í ljósi fjárhagsramma nefndarinnar telur nefndin ekki svigrúm til að forgangsraða þessu verkefni með þeim hætti sem hér er sótt um.

5.ADHD - Styrkir til verkefna

Málsnúmer 1103041Vakta málsnúmer

Velferðaráðuneytið hefur veitt styrk uppá þrjár milljónir króna til verkefnisins Fléttunnar á árinu 2011 og Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt annað eins á móti. Gunnar kynnti starfsáætlun verkefnisins.

6.Verklagsreglur SSNV um ráðningu starfsmanna

Málsnúmer 1104025Vakta málsnúmer

Gunnar kynnti samræmdar verklagsreglur SSNV um ráðningu starfsmanna í þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar eru sendar til umsagnar frá SSNV. Nefndin hefur engar athugasemdir við verklagsreglurnar.

7.Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal 2011

Málsnúmer 1104030Vakta málsnúmer

Sótt er um mótframlag til sumardvalar fyrir fötluð börn úr Skagafirði. Samþykktur styrkur kr 163.600 til verkefnisins.

8.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn

Málsnúmer 1102074Vakta málsnúmer

Námskeiðið verður haldið 19. apríl í Skagafirði. Félagsmálastjóra falið að tilkynna þátttöku fundarmanna á námskeiðinu.

9.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál

Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer

Samþykkt þrjú erindi í tveimur málum. Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:00.