Fara í efni

Uppeldisnámskeiðið SOS

Málsnúmer 1104080

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 68. fundur - 03.06.2011

Lagt fram til kynningar erindi um Uppeldisnámskeiðið SOS. Meginmarkmið námskeiðsins er að hjálpa foreldrum að bæta hegðun barna sinna og veita árangursrík fyrirmæli. Sveitarfélagið hefur nú þegar tekið upp aðferðir kenndar við PMTí leik- og grunnskólum Skagafjarðar, sem lýtur að sömu meginmarkmiðum . Fræðslunefnd telur ekki þörf á fleiri námskeiðum af þessu tagi að sinni. Uppeldis- og sálfræðiráðgjafi sveitarfélagsins er fullgildur meðferðaraðili í PMT og heldur utan um verkefnið. Verkefnið hefur verið dyggilega styrkt af Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.