Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Skóladagatöl leikskóla 2011-2012
Málsnúmer 1105232Vakta málsnúmer
2.Biðlisti við leikskólann Tröllaborg á Hofsósi
Málsnúmer 1106016Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir því við félagsmálastjóra að auglýst verði eftir dagmóður til starfa á Hofsósi. Jafnframt samþykkir fræðslunefnd að leita heimildar til að nota herbergi í dvalarheimilinu á Hofsósi fyrir leikskólann.
3.Athugasemd - Barnaborg Hofsósi
Málsnúmer 1105220Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við húsnæði og lóð leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Vegna þessa vill fræðslunefnd árétta að verið er að vinna að úrbótum á húsnæði og lóð umhverfis það.
4.Framlenging samninga
Málsnúmer 1104088Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Skagfirskum mat ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali eldra stig. Fræðslunefnd tekur vel í erindið og samþykkir að leita einnig eftir framlengingu á samningi við Videosport ehf. um framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali yngra stig. Nefndin samþykkir einnig að endurskoða fyrirkomulag fæðismála fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki þegar samningur við Skagfirskan mat ehf. um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla rennur út þann 31. maí 2012.
5.Uppeldisnámskeiðið SOS
Málsnúmer 1104080Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi um Uppeldisnámskeiðið SOS. Meginmarkmið námskeiðsins er að hjálpa foreldrum að bæta hegðun barna sinna og veita árangursrík fyrirmæli. Sveitarfélagið hefur nú þegar tekið upp aðferðir kenndar við PMTí leik- og grunnskólum Skagafjarðar, sem lýtur að sömu meginmarkmiðum . Fræðslunefnd telur ekki þörf á fleiri námskeiðum af þessu tagi að sinni. Uppeldis- og sálfræðiráðgjafi sveitarfélagsins er fullgildur meðferðaraðili í PMT og heldur utan um verkefnið. Verkefnið hefur verið dyggilega styrkt af Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði.
6.Skóladagatöl grunnskóla 2011-2012
Málsnúmer 1105265Vakta málsnúmer
Skóladagatöl grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2011-2012 lögð fram og samþykkt. Því er jafnfram beint til grunnskólanna að skoða enn frekar möguleika á að þjappa kennslustundum saman og fækka þannig kennsludögum, sbr. heimild í 28. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008. Jenný Inga Eiðsdóttir óskar bókað að hún sé ekki tilbúin að samþykkja skóladagatalið eins og það er lagt fram.
7.Kennslumagn grunnskólanna 2011-2012
Málsnúmer 1106014Vakta málsnúmer
Tillaga að kennslumagni grunnskólanna lögð fram. Tillagan gerir ráð fyrir fækkun kennslustunda um 35 frá því á síðasta kennsluári.Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að fjölgað verði um 50% stöðu stuðningsfulltrúa og 50% stöðu skólaliða við GaV á Hofsósi. Tillagan samþykkt samhljóða.
8.Valgreinar í grunnskólum
Málsnúmer 1105212Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um könnun sem ráðuneytið lét framkvæma í öllum grunnskólum í landinu um valgreinar í 8., 9. og 10. bekk. Ráðuneytið mun senda skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar þegar hún liggur fyrir.
9.Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla
Málsnúmer 1104155Vakta málsnúmer
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum nr. 91/2008. Í umsögninni lýsir sambandið yfir vonbrigðum yfir að ráðherra hafi ákveðið að leggja frumvarpið fram án þess að koma til móts við eðlilegar og réttmætar tillögur um mögulegar hagræðingaraðgerðir grunnskólanna.
10.Niðurskurður á skólabókasöfnum
Málsnúmer 1104159Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, þar sem skorað er á sveitarfélögin að standa vörð um skólabókasöfn grunnskólanna og það mikilvæga starf sem þar fer fram.
11.Kveðja til Páls Dagbjartssonar
Málsnúmer 1106021Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson lætur af störfum í lok þessa skólaárs eftir tæpa fjögurra áratuga farsælt skólastjórastarf við Varmahlíðarskóla. Við starfslok hans vill fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar koma á framfæri innilegum þökkum fyrir alúð og ræktarsemi við starf sitt. Jafnframt vill nefndin óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.
12.Skóladagatal tónlistarskóla 2011-2012
Málsnúmer 1105268Vakta málsnúmer
Skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2011-2012 lagt fram og samþykkt samhljóða.
13.Samkomulag um eflingu tónlistarnáms
Málsnúmer 1105140Vakta málsnúmer
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga sem samþykkt var þann 13. maí s.l. með gildistöku þann 1. júlí n.k. lagt fram til kynningar. Samkomulagið felur í sér aðkomu ríkisins að tónlistarkennslu á framhaldsstigi.
14.Verðlaun Heimilis og skóla
Málsnúmer 1105221Vakta málsnúmer
Þrjú verkefni úr Skagafirði hlutu tilnefningar til Foreldraverðlauna Landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla.
Vinaverkefni í Skagafirði, sem er samstarfsverkefni fræðslusviðs, frístundasviðs, leik-. grunn- og framhaldsskóla, íþróttahreyingarinnar og foreldra. Gaman saman verkefni Leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla og Yndislestur verkefni Leikskólans Tröllaborgar og Grunnskólans austan vatna. Verðlaun hlaut Vinaverkefnið í Skagafirði.
Fræðslunefnd tekur undir bókun byggðarráðs frá 26. maí s.l. og óskar þátttakendum verkefnanna innilega til hamingju með árangurinn og þakkar þá miklu vinnu sem liggur að baki verkefnanna.
15.Vináttuvika 2011
Málsnúmer 1105254Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti ákvörðun framkvæmdaráðs um að helga viku 24 vináttunni. Þetta er gert í tilefni þess að Vinaverkefnið hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla þetta árið og jafnframt fer fram norrænt vinabæjarmót í Skagafirði þá viku. Markmiðið er að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að huga að mikilvægi vináttunnar með einum eða öðrum hætti.
16.Áhugahópur um aðgengi
Málsnúmer 1104084Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá áhugahópi um aðgengi í sveitarfélaginu þar sem minnt er á misbresti í aðgengismálum hreyfihamlaðra að stofnunum sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 15:05.
Skóladagatöl leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2011-2012 lögð fram og samþykkt samhljóða