Fara í efni

Erindi frá húsnefnd Ketlás

Málsnúmer 1105004

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 54. fundur - 14.09.2011

Lagt fram erindi frá húsnefnd í félagsheimilinu Ketilási þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í klæðningu á elsta hluta hússins til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsinu. Húsnefnd er reiðubúin til að leggja fjármagn til verkefnisins. Nefndin samþykkir að beina því til Byggðarráðs að horft verði jákvætt á þetta verkefni við gerð fjárhagsáætlunar til að ljúka megi við þá uppbyggingu sem staðið hefur yfir í Ketilási á síðustu árum í góðu samstarfi heimamanna og sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 54. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.