Menningar- og kynningarnefnd
1.Viðhald Safnahúss Skagfirðinga
Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer
2.Erindi frá húsnefnd Ketlás
Málsnúmer 1105004Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá húsnefnd í félagsheimilinu Ketilási þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í klæðningu á elsta hluta hússins til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsinu. Húsnefnd er reiðubúin til að leggja fjármagn til verkefnisins. Nefndin samþykkir að beina því til Byggðarráðs að horft verði jákvætt á þetta verkefni við gerð fjárhagsáætlunar til að ljúka megi við þá uppbyggingu sem staðið hefur yfir í Ketilási á síðustu árum í góðu samstarfi heimamanna og sveitarfélagsins.
3.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011
Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Videosport ehf. þar sem fyrirtækið segir upp samningi um rekstur Miðgarðs.
Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með öðrum eigendum í Miðgarði til að ákveða næstu skref varðandi rekstur hússins.
4.Félagsheimili Rípurhrepps
Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer
Rætt um stöðu mála varðandi rekstur Félagsheimilisins í Hegranesi. Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar í húsinu og fá starfandi húsnefnd til þess fundar.
5.500 ára afmæli siðaskipta
Málsnúmer 1109110Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Wittenberg borg í Þýskalandi þar sem fulltrúum frá sveitarfélaginu er boðið til undirbúningsfundar vegna dagskrár sem undirbúa víðsvegar í Evrópu vegna 500 ára afmælis siðaskiptanna.
Nefndin hyggst ekki þiggja boðið og felur sviðsstjóra að svara erindinu.
6.Skýrsla vegna starfsleyfis
Málsnúmer 1108311Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Hjalta Pálssyni vegna starfsleyfis.
7.Þakkarbréf og skýrsla
Málsnúmer 1109012Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands þar sem þakkað er fyrir samstarf og hlutdeild í skráningarverkefnum síðustu ára.
8.Farskóli Félags íslenskra safna og safnmanna í Skagafirði 5-7 okt. 2011
Málsnúmer 1109087Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar dagskrá Farskóla Félags íslenskra safna og safnmanna í Skagafirði 5-7 okt. 2011.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Guðmundur Þór Guðmundsson frá tæknideild sveitarfélagsins og Unnar Ingvason frá Héraðsskjalasafninu komu til fundarins og kynntu drög að framkvæmdaáætlun fyrir Safnahúsið til næstu þriggja ára.
Nefndin samþykkir að beina því til Byggðarráðs að breytingar á Safnahúsinu, sem hafa það að markmiði að færa Héraðsbókasafnið á jarðhæð og bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu hússins með lyftu, verði settar í forgang við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Eignasjóð árin 2012-2014.