Fara í efni

Öryggi á sundstöðum

Málsnúmer 1106038

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir nýjar tillögur að breytingum á reglugerð um öryggi á sundstöðum sem tók gildi 1. janúar s.l. Nefndin gerir athugasemdir við tillögurnar og reglugerðina í heild sinni. Nefndin vill sérstaklega óska eftir vinnureglum í tengslum við að tryggja það að börn yngri en 10 ára fari ein í sund, þar sem börn á þessum aldri hafa engin skilríki til að sanna aldur sinn. Því er útilokað fyrir starfsmenn sundlauga að sannreyna aldur þeirra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.