Fara í efni

Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2012-2015

Málsnúmer 1107092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 575. fundur - 08.12.2011

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 7. desember 2011 vegna opnunar tilboða í tryggingar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 576. fundur - 15.12.2011

Lögð fram fundargerð frá 7. desember 2011 vegna opnunar tilboða í tryggingar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Tryggingarmiðstöðinni hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf. var gefinn kostur á að taka þátt í útboðinu. Eftirfarandi tilboð bárust:

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 18.479.589 kr. ársiðgjald

Tryggingarmiðstöðin hf. 19.976.483 kr. ársiðgjald

Vátryggingafélag Íslands hf. 17.585.006 kr. ársiðgjald

Að auki lagði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. fram frávikstilboð með tveimur útfærslum sem taka mið af tjónareynslu, annars vegar 15.131.847 kr. ef engin tjón verða á iðgjaldaári og hins vegar 17.322.551 kr. sem byggir á tjónasögu áranna 2007-2011 skv. útboðsgögnum.

Tilboðin hafi verið yfirfarin með tilliti til reikingsskekkja og engar athugasemdir gerðar.

Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Vátryggingafélags Íslands hf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.