Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 574
Málsnúmer 1111026FVakta málsnúmer
1.1.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
1.2.Fundarboð - SSNV og Markaðsstofa
Málsnúmer 1111156Vakta málsnúmer
1.3.Umsögn um tillögu til þingsályktunar
Málsnúmer 1111157Vakta málsnúmer
1.4.Samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ
Málsnúmer 1110219Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 574. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer
1.6.Breyting á vaxtakjörum útlána af eigin fé
Málsnúmer 1111180Vakta málsnúmer
1.7.Sóknaráætlanir landshluta
Málsnúmer 1111186Vakta málsnúmer
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 575
Málsnúmer 1112006FVakta málsnúmer
Fundargerð 575. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
2.1.Álitsgerð vegna aðalskipulags
Málsnúmer 1111030Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2.Málefni Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki
Málsnúmer 1111158Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3.Gjaldskrá fasteignagjalda árið 2012
Málsnúmer 1112071Vakta málsnúmer
Tillaga byggðarráðs um álagningu fasteignagjalda árið 2012 borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
2.4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2012
Málsnúmer 1112072Vakta málsnúmer
Tillaga byggðarráðs um reglur um afslátt af fasteignaskatt árið 2012 borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
2.5.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1112073Vakta málsnúmer
Tillaga, samþykkt á 575. fundi byggðarráðs, um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar, borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
2.6.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7.Bréf frá innanríkisráðherra
Málsnúmer 1111191Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8.Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2012-2015
Málsnúmer 1107092Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 576
Málsnúmer 1112014FVakta málsnúmer
Fundargerð 576. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Þorsteinn Tómas Broddason, Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason, kvöddu sér hljóðs.
3.1.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd
Málsnúmer 1110212Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2.Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2012-2015
Málsnúmer 1107092Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3.Málefni fatlaðra og sala fasteigna
Málsnúmer 1105090Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4.Stuðningsbeiðni
Málsnúmer 1112139Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5.Umsókn um styrk 2012
Málsnúmer 1112128Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6.Boðun á ársfund 2011
Málsnúmer 1112065Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7.Gjaldskrá fasteignagjalda árið 2012
Málsnúmer 1112071Vakta málsnúmer
Tillaga byggðarráðs að breyta ákvörðun 575. fundar um fasteignaskatt á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli þannig að þau verði í C-flokki, samkvæmt úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar, en án álags þannig að lagt er 1,32% á þau í stað 1,65%, borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9.Ályktun vegna niðurskurðar
Málsnúmer 1112148Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10.Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólanemenda
Málsnúmer 1112143Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11.Útgreiðsla úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.
Málsnúmer 1110192Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 577
Málsnúmer 1112018FVakta málsnúmer
Fundargerð 577. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Ásta Björg Pálmadóttir, Þorsteinn Tómas Broddason, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
4.1.Siðareglur
Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Siðareglur, 16. liður á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
4.2.Nefndalaun - breyting á 11. gr þóknun fyrir nefndastörf.
Málsnúmer 1112323Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs, breyting á 11. gr. þóknun fyrir nefndarstörf , borin undi atkvæði og samþykkt samhljóða.
4.3.Endurskoðun húsaleigu félagslegra íbúða
Málsnúmer 1012112Vakta málsnúmer
Sigurjón Þórðarson lagði fram tillögu um að afgreiðslu þessa liðar verði frestað, þar sem ljóst er að hún mun hækka húsaleigu um marga tugi og jafnvel á annað hundrað prósentu. Sanngjarnt er að kynna hækkunina fyrir leigjendum sveitarfélagsins áður en þær skella á. Sömuleiðis felur tillagan í sér að stórfelld hækkun á húsaleigu, verði háð óréttlátri verðtryggingu.
Tillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn sjö.
Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og lagði fram breytingartillögu þess efnis, að samþykktin taki gildi 1. mars 2012 og hljóti góða kynningu fyrir þann tíma. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4.Áætlun um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði 2011
Málsnúmer 1112263Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5.Upplýsingabeiðni um eftirfylgni
Málsnúmer 1112317Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6.Umsókn um styrk til greiðslu gatnagerðargjalda
Málsnúmer 1112266Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7.Gjaldskrá Dagvistar aldraðra 2012
Málsnúmer 1112279Vakta málsnúmer
Gjaldskrá dagvistar aldraðra sem samþykkt var á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4.8.Gjaldskrá heimaþjónustu 2012
Málsnúmer 1112277Vakta málsnúmer
Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu 2012, sem vísað var frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4.9.Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsum 2012
Málsnúmer 1112278Vakta málsnúmer
Gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsum 2012, sem vísað var frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar, samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
4.10.Viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar
Málsnúmer 1112276Vakta málsnúmer
Viðmiðunarupphæðir fyrir fjárhagsaðstoð á árinu 2012, sem vísað var frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar, samþykktar á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
4.11.Hækkun gjaldskrár fæðis í leikskóla, grunnskóla og heilsdagsskóla um 13%
Málsnúmer 1112314Vakta málsnúmer
Gjaldskrá fyrir fæði í leik-, grunn- og heildagsskóla, fyrir árið 2012, sem vísað var frá 75. fundi fræðslunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
4.12.Hækkun gjaldskrár dvalar í leikskólum og heilsdagsskólum Skagafjarðar um 9%
Málsnúmer 1112313Vakta málsnúmer
Gjaldskrá fyrir dvöl í leik- og heildagsskóla, fyrir árið 2012, sem var vísað frá 75. fundi fræðslunefndar, samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
4.13.Gjaldskrá Tónlistarskóla - hækkun um 3%
Málsnúmer 1112310Vakta málsnúmer
Gjaldskrá tónlistarskóla fyrir árið 2012, sem var vísað frá 75. fundi fræðslunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
4.14.Breytingar á gjaldskrá Héraðsbókasafnsins
Málsnúmer 1112272Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2012, sem vísað var frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, og samþykkt samhljóða.
4.15.Breytingar á gjaldskrá Byggðasafns
Málsnúmer 1112273Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Byggðarsafns Skagfirðinga fyrir árið 2012, sem vísað var frá 58. fundi menningar- og kynningarnefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, og samþykkt samhljóða.
4.16.Gjaldskrá Húss frítímans 2012
Málsnúmer 1112275Vakta málsnúmer
Gjaldskrá Húss Frítímans fyrir árið 2012, sem vísað var frá 181. fundi félags- og tómstundanefndar, og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði, og samþykkt samhljóða.
4.17.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2012
Málsnúmer 1112274Vakta málsnúmer
4.18.Gjaldskrá sorphirða og sorpurðun
Málsnúmer 1112125Vakta málsnúmer
Tillaga um gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði frá og með 1. janúar 2012, sem vísað var frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs með þeirri breytingu að inn komi nýr liður, sorpeyðingargjald - hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli - hver séreign, 3.000 kr. pr. ár, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4.19.Gjaldskrá 2012 - Brunavarnir
Málsnúmer 1112281Vakta málsnúmer
Gjaldskrá fyrir þjónustu Brunavarna Skagafjarðar árið 2012, sem vísað var frá 71. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt á 577. fundi byggðarráðs, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4.20.Gjaldskrá Skagafjarðarhafnir
Málsnúmer 1112126Vakta málsnúmer
4.21.Styrkumsókn frá Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð til rekstrar Miðgarðs
Málsnúmer 1112319Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.22.Framlag Akrahrepps til rekstrar Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1112320Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.23.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
4.24.Saurbær 146483 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1111171Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.25.Unastaðir 146498 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1111172Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
4.26.Hafragil 145884 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1111170Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 577. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
5.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 77
Málsnúmer 1111023FVakta málsnúmer
Fundargerð 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
5.1.Fjárhagsáætlun atvinnumála 2012
Málsnúmer 1111075Vakta málsnúmer
Forseti leggur til hluti að eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 "Rætt um drög að fjárhagsáætlun atvinnumála fyrir árið 2012.Nefndin samþykkir að leggja til að framlög til málaflokka nefndarinnar verði kr. 35.016.000 á árinu 2012.
Samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að hluti eftirfarandi bókunar 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, verði vísað til næsta byggðarráðsfundar. "Nefndin samþykkir að leggja til að SSNV gangi til samninga við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi um að semja fyrir hönd sveitarfélaganna þ.m.t. Skagafjarðar um áframhaldandi samstarf. Samþykkt að vísa þessari tillögu til Byggðarráðs til umfjöllunar." Samþykkt samhljóða.
5.2.Ályktun varðandi samstarfssamning við MFN
Málsnúmer 1111074Vakta málsnúmer
5.3.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1110161Vakta málsnúmer
5.4.Skipulagning fuglaskoðunar í Skagafirði
Málsnúmer 1112123Vakta málsnúmer
5.5.Skagafjörður allt árið
Málsnúmer 1112122Vakta málsnúmer
6.Félags- og tómstundanefnd - 180
Málsnúmer 1112001FVakta málsnúmer
6.1.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 18. nóv 11
Málsnúmer 1111178Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3.Umsókn um sundkort
Málsnúmer 1111143Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
6.5.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2012
Málsnúmer 1110202Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 180. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
7.Félags- og tómstundanefnd - 181
Málsnúmer 1112011FVakta málsnúmer
Fundargerð 181. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
7.1.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2012
Málsnúmer 1110202Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
7.2.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
8.Fræðslunefnd - 74
Málsnúmer 1111021FVakta málsnúmer
Fundargerð 74. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
8.1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
9.Fræðslunefnd - 75
Málsnúmer 1112012FVakta málsnúmer
Fundargerð 75. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
9.1.Tillaga að breytingum á gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 1111095Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir lið 4.13 "Gjaldskrá tónlistaskóla - hækkun um 3%", í fundargerð 577. fundar byggðarráðs.
9.2.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2012
Málsnúmer 1111093Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
10.Landbúnaðarnefnd - 159
Málsnúmer 1112013FVakta málsnúmer
Fundargerð 159. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
10.1.Fjárhagsáætlun 2012 Landbúnaðarmál
Málsnúmer 1112222Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
10.2.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum
Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer
10.3.Markaskrá 2012
Málsnúmer 1110074Vakta málsnúmer
10.4.Girðingarúttekt 2011
Málsnúmer 1112224Vakta málsnúmer
10.5.Viðhald skilarétta
Málsnúmer 1110073Vakta málsnúmer
10.6.Fljótaá/Miklavatn - fundargerðir
Málsnúmer 1111037Vakta málsnúmer
10.7.Unadalsá (Hofsá)
Málsnúmer 1112267Vakta málsnúmer
11.Menningar- og kynningarnefnd - 58
Málsnúmer 1111024FVakta málsnúmer
Fundargerð 58. fundar menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
11.1.Fjárhagsáætlun menningarmála 2012
Málsnúmer 1111076Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
11.2.Félagsheimili Rípurhrepps
Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer
11.3.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011
Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer
11.4.Umsókn um rekstur Ljósheima
Málsnúmer 1112057Vakta málsnúmer
12.Menningar- og kynningarnefnd - 59
Málsnúmer 1112015FVakta málsnúmer
12.1.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011
Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer
12.2.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima
Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer
13.Skipulags- og byggingarnefnd - 230
Málsnúmer 1111022FVakta málsnúmer
13.1.Miklibær lóð 1 (220599) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1111110Vakta málsnúmer
13.2.Egg land 1 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1112108Vakta málsnúmer
13.3.Egg lóð 146370 - Umsókn um afmörkun lóðar.
Málsnúmer 1112112Vakta málsnúmer
13.4.Ríp 1 land, (146395) - Umsögn um lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Málsnúmer 1111078Vakta málsnúmer
13.5.Helluland H (219830) - Umsókn um byggingarreit,framkvæmda og nafnleyfi
Málsnúmer 1111062Vakta málsnúmer
13.6.Helluland land A (212709)-Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1112020Vakta málsnúmer
13.7.Lóð 50 á Nöfum - Umsókn um stækkun á lóð
Málsnúmer 1111140Vakta málsnúmer
13.8.Gönguskarðsárvirkjun-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110275Vakta málsnúmer
13.9.Aðalskipulag Skagafjarðar
Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer
13.10.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags-og byggingarnefnd
Málsnúmer 1112055Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
13.11.KS Varmahlíð- umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1110243Vakta málsnúmer
13.12.Lambanes-Reykir lóð(146846) - Rekstrarleyfi umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1111026Vakta málsnúmer
13.13.Breiðstaðir 145925 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1109320Vakta málsnúmer
13.14.Lágeyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1109065Vakta málsnúmer
13.15.Hávík 146012-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1111024Vakta málsnúmer
13.16.Sauðárhæðir - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110268Vakta málsnúmer
13.17.Varmahlíð 146128 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1111162Vakta málsnúmer
13.18.Stóra-Gröf syðri land 213996-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1108044Vakta málsnúmer
13.19.Keldudalur 146390 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1111168Vakta málsnúmer
13.20.Stórhóll 146236-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1111132Vakta málsnúmer
13.21.Stóra-Holt lóð 1 (220306) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110152Vakta málsnúmer
13.22.Ríp 1(146395)-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1105271Vakta málsnúmer
13.23.Árfell land 215214 -Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110088Vakta málsnúmer
14.Umhverfis- og samgöngunefnd - 71
Málsnúmer 1112009FVakta málsnúmer
Fundargerð 71. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
14.1.Fjárhagsáætlun 2012 Umhverfis- og samgöngunefnd
Málsnúmer 1112110Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.
14.2.Gjaldskrá sorphirða og sorpurðun
Málsnúmer 1112125Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir lið 4.18 "Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar" í 577. fundargerð byggðarráðs, samþykkt samhljóða.
14.3.Gjaldskrá Skagafjarðarhafnir
Málsnúmer 1112126Vakta málsnúmer
Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir lið 4.20 "Gjaldskrá Skagafjarðarhafnar " í 577. fundargerð byggðarráðs, samþykkt samhljóða.
15.Siðareglur
Málsnúmer 1112324Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri leggur fram siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Tilgangur þessara reglna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa og varamenn, sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt að vísa framlögðum siðareglum til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
16.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flutti greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2012 og kynnti áætlunina, sem vísað var frá 577. fundi byggðarráðs til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.954.356 þús.kr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.850.200 þús.kr. Fjármagnsliðir 150.639 þús.kr. til gjalda. Rekstrarhalli ársins 46.482 þús.kr.
Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.398.536 þús.kr., rekstrargjöldum án fjármagnsliða 3.117.786 þús.kr. og fjármagnsliðum til gjalda 231.548 þús.kr. Rekstrarafgangur ársins 49.202 þús. krónur. Handbært fé frá rekstri er áætlað að verði 112.032 milljónir króna í A-hluta, en 354.580 milljónir króna í samstæðunni í heild.
Fjárfesting samstæðunnar er áætluð samtals 265.607 milljónir króna, sala eigna 65 milljónir króna, afborganir lána 296 milljónir króna og ný lántaka 196 milljónir króna.
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóð, þá Sigurjón Þórðarson fulltrúi frjálslyndra og óháðra lagði fram eftirfarandi tillögu.
Breytingartillaga Sigurjóns Þórðarsonar.
1) Framkvæmdum á svæði við Sauðá verði slegið á frest og þeim 18 milljónum verði varið við framkvæmdir við Safnahús m.a. að tryggja aðgengi fatlaðra að safnahúsinu.
2) 9 af þeim 10 milljónum sem ætlað er í hönnunar viðbyggingar verði frekar varið til viðhalds við Árskóla við Freyjugötu og viðhalds við sundlaugina á Sauðárkróki.
Greinagerð:
Miklir fjármundir hafa farið á umliðnum áratug í hönnun og skýrslugerð í tengslum við stækkun Árskóla. Miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi í sveitarstjórn um viðbyggingu, þá er ljóst að hönnunarkostnaður fyrri ára mun ekki nýtast. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar ber augljóslega með sér að fjárhagurinn leyfir ekki stórframkvæmdir og aukna skuldsetningu og því er óráðlegt að leggja út í hönnun á einhverju sem ekki er innistæða fyrir. Hætt er við því að hönnunarvinna lendi upp á hillu með fyrri skýrslum. Miklu nær er að halda við mannvirkjum sem kalla aukið viðhald og setja síðan raunhæfa hönnunarvinnu af stað þegar fjárhagur sveitarfélagsins leyfir svo.?
Sigurjón óskar ennfremur bókað:
?Á árinu 2011 boðaði meirihluti VG og Framsóknaflokks hagræðingu á rekstri sveitarfélagsins og í því tilefni var skipuð sérstök sérfræðinganefnd og síðan enn önnur pólitísk nefnd einungis á vegum meirihlutans. Raunverulegur afrakstur þessarar vinnu hefur hingað til verið lítill sem enginn. Engin gögn liggja fyrir opinberlega eða hjá sveitarstjórnarfulltrúa um vinnu nefndanna. Engu að síður blasir við að nauðsynlegt er að endurskipuleggja yfirstjórn sveitarfélagsins en samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins eru svið sveitarfélagsins 3 en sviðsstjórar 6.
Raunveruleg vinna við gerð fjárhagsáætlunar hófst ekki fyrr en langt var liðið á árið og tóku fulltrúar Frjálslyndra og óháðra þátt í þeirri vinnu. Rétt er að þakka öðrum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf við gerð áætlunarinnar. Lítið eða ekkert samráð var haft við minnihlutann um framkvæmda og viðhaldsáætlun.
Enn eru lausir endar um hvernig og hvaða leiðir eigi að fara til að ná fram settum markmiðum sem fram koma í áætluninni og þess vegna mun fulltrúi Frjálslyndra og óháðra ekki greiða áætluninni atkvæði sitt.?
Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson,
Jón Magnsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað.
?Sjálfstæðismenn hafa frá upphafi yfirstandandi kjörtímabils lagt á það ríka áherslu, að ná tökum á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins til að draga úr skuldasöfnun sveitarsjóðs. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 ber þess merki, að höfundar hennar eru nú á sama máli og ber áætlunin því vott um aukið aðhald í rekstri. Þessu ber að fagna svo og þeim vinnubrögðum sem beitt var við vinnslu áætlunarinnar.
Fjárhagsáætlun er í raun markmiðasetning um árangur sem ætlað er að ná yfir ákveðið tímabil. Krefjandi vinna er því framundan strax á nýju ári við framkvæmd þeirrar áætlunar sem hér er lögð fram. Sjálfstæðismenn hafa enga sannfæringu um að núverandi meirihluta sveitarstjórnar takist að ná þeim markmiðum, sem fram koma í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2012. Af þeim sökum munum við sitja hjá við afgreiðslu hennar.?
Sigurjón Þórðarson tók til máls. Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og lagði frameftirfarandi bókun.
?Eftir ágætt samstarf við minnihluta sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012, hefur meirihluti Framsóknarmanna og Vinstri-Grænna ákveðið að setja í forgang kostnaðarsamar framkvæmdir við umhverfisbætur við Sauðá. Átján milljónir eða 9% alls fjármagns til nýframkvæmda Sveitarfélagsins á árinu 2012 fer í þetta verkefni samkvæmt framkvæmdaáætluninni á sama tíma og dregið er úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins í nafni hagræðingar og aðrar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni eru látin sitja á hakanum. Ákvarðanir sem þessar benda ekki til þess að hagsmunir íbúa sveitarfélagsins sé í fyrirrúmi.
Þessi forgangsröðun verkefna hjá meirihlutanum er að mínu mati algjörlega óásættanleg og mun ég því sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.?
Þorsteinn Tómas Broddason
Fulltrúi Samfylkingarinnar í Skagafirði
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihlutans.
?Markverður árangur er að nást í rekstri sveitarfélagsins þrátt fyrir mikinn samdrátt og erfiðleika í íslensku samfélagi sem bitnað hefur á Skagafirði sem öðrum svæðum á landinu. Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarafgangi á árinu. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 416 milljónir, afskriftir nema 135 milljónum og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 232 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er því áætluð samtals 49 millj.króna hagnaður.
Fram undan er áframhaldandi vinna við að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, mikilvægt er að lögð verði áhersla á að verja grunnþjónustuna. Lögbundin verkefni á sviði fræðslu- og velferðarmála njóta forgangs og mikilvægt að breið samstaða sé um það.
Fjárhagsáætlun fyrir 2012 sýnir þá samstöðu sem ríkt hefur í nefndum um gerð hennar enda er hún afrakstur sameiginlegrar vinnu allra kjörinna fulltrúa óháð flokkslínum og telur meirihlutinn það sýna mikinn styrk.
Meirihlutinn vill færa starfsfólki sveitarfélagsins, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki þakkir fyrir gott samstarf við þá vinnu sem að baki er við að ná fram sparnaði og auknu hagræði í rekstri. Ber að þakka þann árangur sem þegar hefur náðst en jafnframt brýna menn áfram til góðra verka í þeirri vinnu sem framundan er.?
Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Breytingartillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði, felld með sjö atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.
Fjárhagsáætlun 2012 borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
17.Byggingarnefnd Árskóla - 4
Málsnúmer 1112010FVakta málsnúmer
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson, Þorsteinn Tómas Broddason, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Tómas Broddason, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson
Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til kynningar á 285. fundi sveitarstjórnar.
18.SKV - Fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101002Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 28. nóvember 2011 lögð fram til kynningar á 285. fundi sveitarstjórnar.
19.SÍS - Fundargerðir 2011
Málsnúmer 1101004Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. nóvember 2011 lögð fram til kynningar á 285. fundi sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 19:27.
Fundargerð 574. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 285. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Jón Magnússon og Ásta Pálmadóttir kvöddu sér hljóðs.