Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun
Málsnúmer 1108154
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 82. fundur - 22.08.2011
Kynnt bókun byggðarráðs um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 281. fundur - 23.08.2011
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálsyndra og óháðra álítur endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 tímaeyðslu, nú þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu. Miklu nær væri að einbeita sér að aðgerðum sem gætu orðið til þess að endar næðu saman í rekstri sveitarfélagsins.Upplýsingar úr bókhaldi Sveitafélagsins Skagafjarðar bera með sér að tapið á degi hverjum sé liðlega 1 milljón króna. Í stað þess að fara í hagræðingaraðgerðir sem hagræðingarnefnd á vegum sveitarfélagsins lagði til hefur meirihlutinn staðið fyrir tugmilljóna króna útgjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Skagafjarðar."
Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 86. fundur - 26.09.2011
Lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 567. fundur - 06.10.2011
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri áætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 11. liðar á dagskrá fundarins, sem er sérstakur liður um fjárhagsáætlun 2011. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Sveitarstjóri kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011 og þær breytingar sem gerðar hafa verið. Breytingarnar leiðir til hækkunar rekstrarliða A-hluta fjárhagsáætlunar um 93.350.000 kr., B-hluta um 10.600.000 kr. Hækkun á rekstrarliðum fjárhagsáætlunar samstæðunnar verður samtals 103.950.000 kr., þannig að tap samstæðunnar í heild verður 162.950.000 kr. í stað 59.000.000 kr. í fyrri áætlun. Fjárfestingarliðir hækka um 44.305.000 kr. Fjárfesting ársins verður þá kr. 157.505.000 kr. nettó í A og B hluta. Lánsfjárþörf hækkar um 85 milljónir króna frá fyrri áætlun og verður samtals 246.000.000 kr.
Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað: Upphafleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sem samþykkt var fyrir tæpu ári síðan, gerði ráð fyrir rekstrarhalla sem nam 59 milljónum króna. Sjálfstæðismenn létu bóka við þá afgreiðslu:
? Sjálfstæðismenn í sveitarstjórn Skagafjarðar lýsa yfir miklum vonbrigðum með fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, þar sem ekki hefur tekist að skila hallalausri áætlun, sem hlýtur að vera grundvallarmarkmið við fjárhagsstjórn hvers sveitarfélags. Fyrirliggjandi áætlun ber þess einnig merki að ekki hafi verið nægur tími gefinn við undirbúning hennar, þar sem hagræðingarforsendur hafa ekki verið útfærðar á fullnægjandi hátt og eru því að hluta byggðar á óskhyggju meirihlutans.?
Sú endurskoðaða áætlun ársins 2011 sem liggur fyrir þessum sveitarstjórnarfundi, gerir nú ráð fyrir hallarekstri sem nemur 163 milljónum króna. Ljóst er því að orð okkar sjálfstæðismanna fyrir tæpu ári voru á rökum reist og því miður blasir nú við áframhaldandi skuldasöfnun hjá sveitarfélaginu. Rauntölur yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins sýna rekstrarhalla sem nemur 159 milljónum króna, þannig að við blasir að hallarekstur ársins verður jafnvel enn meiri en gert er ráð fyrir í þessari endurskoðuðu áætlun.
Heildarskuldir sveitarfélagsins eru í dag um 4.700 milljónir króna og meirihluti Framsóknarflokks og VG eru í góðri samvinnu, að stefna þeirri skuldastöðu í nýjar hæðir. Sjálfstæðismenn lýsa enn á ný yfir þungum áhyggjum af getuleysi meirihlutans við að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins.
Fjárhagsleg stjórn og ábyrgð á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar er á höndum núverandi meirihluta framsóknarmanna og VG og því munu sjálfstæðismenn sitja hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálsyndra og óháðra álítur það sérkennileg vinnubrögð að endurskoðaða áætlun fyrir árið 2011, nú í lok október þegar einungis rúmir tveir mánuðir eru eftir af árinu. Það að gera áætlun um hið liðna er ekki til mikls gagns. Ekki er heimild fyrir slíkum vinnubrögðum í nýjum Sveitarstjórnarlögum sem taka gildi næstu áramót
Miklu nær væri að einbeita sér að aðgerðum sem geta orðið til þess að endar nái saman í rekstri sveitarfélagsins.
Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 162.949 þús.kr. Eignir eru samtals 5.804.890 þús.kr., skammtímaskuldir 599.010 þús.kr., langtímaskuldir 3.359.916 þús.kr., lífeyrisskuldbindingar 723.418 þús.kr. og eigið fé 1.122.546 þús.kr. Hagnaður af rekstri samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 339 millj. króna. Afskriftir upp á 179 millj.króna og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur eru alls 323 millj. króna, sem hækka á milli ára um 153 millj. króna og skýra þann taprekstur sem endurskoðuð áætlun sýnir. Verðbólga og veik staða íslensku krónunnar hafa þessi áhrif, en ef verðbólguspá Seðlabanka Íslands hefði staðist, væri niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 6,6 millj. kr hagstæðari en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Forseti bar upp fjárhagsáætlun, samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Frjálslyndra sátu hjá.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011 verði hafin og henni ljúki í september nk. Við endurskoðunina verður meðal annars litið til áhrifa verðbreytinga ársins á rekstur og efnahag, launabreytinga vegna nýrra kjarasamninga og áhrif á útsvar, samþykkta byggðarráðs og sveitarstjórnar á árinu um framkvæmdir og útgjöld sem ekki eru í fjárhagsáætlun ársins.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálsyndra og óháðra álítur endurskoðunina tímaeyðslu, nú þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu. Miklu nær væri að einbeita sér að aðgerðum sem geta orðið til þess að endar nái saman í rekstri sveitarfélagsins.