Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa í fastanefndir 20. sept 2011
Málsnúmer 1109138
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 567. fundur - 06.10.2011
Erindi Frjálslyndra og óháðra um skipan áheyrnarfulltrúa í nefndir vísað til byggðarráðs frá 282. fundi sveitarstjórnar, til fullnaðarafgreiðslu.
Lögð fram tillaga um að Oddur Valsson verði áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara, Jón Ingi Halldórsson verði áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara, Guðný Kjartansdóttir verði áheyrnarfulltrúi í landbúnaðarnefnd og Sigurjón Þórðarson til vara, Pálmi S. Sighvats verði áheyrnarfulltrúi í skipulags- og bygginganefnd og Hrefna Gerður Björnsdóttir til vara, Guðný Kjartansdóttir verði áheyrnarfulltrúi í umhverfis og samgöngunefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 567. fundar byggðaráðs staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, í fastanefndir Sveitarfélagins Skagafjarðar til eins árs frá 21. september 2011.
Gerð er tillaga um eftirtalda:
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Aðalmenn: Gunnstein Björnsson (D) og Árna Gísla Brynleifsson (S)
Varamenn: Arnljót Bjarka Bergsson (D) og Sigurlaugu Brynleifsdóttur (S)
Félags- og tómstundanefnd
Aðalmenn: Guðnýu Axelsdóttur (D)
Varamenn: Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur (D)
Fræðslunefnd:
Aðalmenn: Guðna Kristjánsson (S)
Varamenn: Þorstein Tómas Broddaon (S)
Landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Guðrún Helgadóttur (S)
Varamenn: Ingibjörgu Hafstað (S)
Menningar- og kynningarnefnd:
Aðalmenn: Eybjörgu Guðnadóttur (D) og Árna Gísla Brynleifsson (S)
Varamenn: Emmu Sif Björnsdóttur (D) og Helga Thorarensen (S)
Skipulags- og byggingarnefnd:
Aðalmenn: Svanhildi Guðmundsdóttur (S)
Varamenn: Árna Gísla Brynleifsson (S)
Umhverfis- og samgöngunefnd:
Aðalmenn: Jón Sigurðsson (D)
Varamenn: Ingibjörgu Sigurðardóttur (D)
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Borist hefur ósk frá fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, um að tilnefna áheyrnarfulltrúa F lista á byggðarráðsfundi í byrjun október.
Forseti ber upp erindi fulltrúa Frjálslyndar og óháðra og leggur jafnframt til að núverandi áheyrnarfulltrúar sitji fundi út septembermánuð. Forseti leggur til að byggðarráði verði veitt fullnaðarumboð til afgreiðslu þessa máls.
Áheyrnarfulltrúar F lista eru, aðal- og varafulltrúar í sömu röð; Oddur Valsson og Ingvar Björn Ingimundarson í félags- og tómstundanefnd, Jón Ingi Halldórsson og Marian Sorinel Lazar í fræðslunefnd, Sigurjón Þórðarson og Guðný Kjartansdóttir í landbúnaðarnefnd, Pálmi S Sighvatz og Hrefna Gerður Björnsdóttir í skipulags- og byggingarnefnd, Guðný Kjartansdóttir og Hanna Þrúður Þórðardóttir í umhverfis- og samgöngunefnd.
Ekki bárust aðrar tilnefningar og skoðast þau til rétt kjörin.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.