Starfsemi dómstóla á landsbyggðinni
Málsnúmer 1109258
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Rætt um leiðir til hagræðingar og aukinnar hagkvæmni í dómskerfinu og þá þjónustu sem kerfið bíður upp á.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar fagnar fréttum af því að aðstaða og starfskraftar héraðsdómstóla á landsbyggðinni verði betur nýttir í stað þess að ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu við stækkun embætta á höfuðborgarsvæðinu, bæði hvað varðar mannafla og húsnæði. Nefndin leggur áherslu á að ekki einungis verði um tímabundna ráðstöfun að ræða heldur verði horft til framtíðar í þessum efnum. Með því má spara umtalsverða fjármuni úr vösum skattgreiðenda en um leið styrkja umgjörð dómskerfisins í landinu og auka skilvirkni dómstóla.
Dómstólaráð hefur á undanförnum misserum beitt sér fyrir niðurskurði og niðurlagningu héraðsdómstóla á landsbyggðinni og tilflutningi starfa og verkefna til höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma hefur kostnaður vegna ráðsins sjálfs einnig vaxið jafnt og þétt. Þessi viðsnúningur í afstöðu ráðsins er því ánægjulegur og er innanríkisráðherra hvattur til að sjá til þess að því verði fylgt eftir í verki í ákvörðunum stjórnvalda um skipan dómstóla í landinu og fjárveitingum til þeirra til lengri tíma litið.