Fara í efni

Sundlaug Sólgörðum-Viðhald og tjón

Málsnúmer 1109279

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Vegna breytinga á reglum um öryggi á sundstöðum er gert skylt að hafa öryggismyndavélar við sundlaugar. Til þess að hægt væri að hafa sundlaugina að Sólgörðum opna í sumar, þurfti því að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður við uppsetninguna nemur allt að 400.000. krónum. Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Byggðaráð að samþykkja aukafjárveitingu vegna þessa kostnaðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 567. fundur - 06.10.2011

Lögð fram bókun frá 177. fundi félags- og tómstundanefndar þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 400.000 kr. vegna viðhalds sundlaugarinnar að Sólgörðum í Fljótum.

Byggðarráð samþykkir að hækka viðhaldslið eignasjóðs um 400.000 kr. við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 567. fundar byggðaráðs staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.