Fara í efni

Ysti-Mór (146830) - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1110087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 229. fundur - 02.11.2011

Ysti-Mór (146830) - Umsókn um uppsetningu minnisvarða. Herdís Á Sæmundardóttir sækir um leyfi fyrir minnisvarða um Flóka Vilgerðarson Hrafna Flóka. Fyrirhuguð staðsetning minnisvarðans er í landi Ysta-Mós vestan vegar númer 787. Framlögð gögn gera grein fyrir staðsetningu og uppbyggingu minnisvarðans og næsta nágrenni hans. Fyrir liggur samþykki landeiganda og umsögn vegagerðar. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 229. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.