Gjaldskrá fasteignagjalda árið 2012
Málsnúmer 1112071
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 576. fundur - 15.12.2011
Byggðarráð samþykkir að breyta ákvörðun 575. fundar um fasteignaskatt á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli þannig að þau verði í C-flokki, samkvæmt úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar, en án álags þannig að lagt er 1,32% á þau í stað 1,65%.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Tillaga byggðarráðs um álagningu fasteignagjalda árið 2012 borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Tillaga byggðarráðs að breyta ákvörðun 575. fundar um fasteignaskatt á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli þannig að þau verði í C-flokki, samkvæmt úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar, en án álags þannig að lagt er 1,32% á þau í stað 1,65%, borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram tillaga um að eftirtaldir skattar og gjöld verði innheimt við álagningu fasteignagjalda árið 2012.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Undir C-flokk falla nú gripahús sem áður voru í A-flokki og eru á skipulögðum svæðum í þéttbýli.
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr/m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr/m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr/m2
Gjaldskrá nr. 1069 fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 20. desember 2006 er óbreytt.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2012 til 1. september 2012. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2012. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, 1. maí 2012, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2012 verða sendir í pappírsformi til allra lögaðila og gjaldenda sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins og þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 65 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.