Tillögur til byggingarnefndar Árskóla
Málsnúmer 1112117
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 578. fundur - 12.01.2012
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar bygginganefndar Árskóla, þann 8. desember 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012
Afgreiðsla 578. fundar byggðaráðs staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Jón Örn, Herdís og Óskar fóru yfir þær tillögur að áfangaskiptingu viðbyggingar við Árskóla sem þeim var falið að vinna á síðasta fundi. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Í fyrsta áfanga verði byggt ofan á búningsálmu íþróttahúss, nýtt anddyri og stigahús við norðurenda íþróttahúss, C-álma stækkuð til suðurs (matsalur).
Í öðrum áfanga verði byggt ofan á C-álmu og salur í austur. Anddyri stækkað, tengibygging á milli salar og C-álmu og og nýr inngangskubbur á A-álmu.
Í þriðja áfanga verði D-álma byggð.
Jóni Erni falið að ljúka hönnun og kostnaðarútreikningum þannig að framkvæmdir geti hafist í vor.