Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

578. fundur 12. janúar 2012 kl. 09:00 - 10:28 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Húsaleigubætur nemenda

Málsnúmer 1108111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að þeim nemendum sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, stunda nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og búa á heimavist skólans verði greiddar húsaleigubætur samkvæmt sömu reglum og öðrum framhaldsskólanemendum úr sveitarfélaginu er greitt eftir, þrátt fyrir að enn sé beðið niðurstöðu um þátttöku Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Gildir ákvörðun þessi fyrir tímabilið janúar-maí 2012.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

2.Stuðningsbeiðni

Málsnúmer 1112139Vakta málsnúmer

Frestað erindi frá 576. fundi byggðarráðs. Lagt fram erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi varðandi ósk um stuðning við verkefnið Flugklasinn Air 66N. Verkefnið snýst um öfluga og samræmda markaðssetningu Norðurlands erlendis, með áherslu á að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar.

3.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1112340Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellow reglunni) um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2.mgr, 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 30% af álögðum fasteignaskatti ársins 2011 af fastanúmeri 213-2365.

4.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1112411Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðíársins 2011/2012. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Hofsós, 71 þorskígildistonn, Sauðárkrókur, 66 þorskígildistonn.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til meðferðar og umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar.

5.Þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer

Rætt um undirbúning og gerð þriggja ára áætlunar 2013 - 2015.

6.Fyrirspurn vegna fjárhagsáætlunar landbúnaðarnefndar 2012

Málsnúmer 1201086Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson óskar eftir skýringum varðandi fjárhagsáætlun landbúnaðarnefndar 2012 og voru þær gefnar af sveitarstjóra.

7.Miðgarður-Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1201085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Gísla Haraldssonar f.h. Gullengi ehf, um rekstrarleyfi fyrir Menningarhúsið Miðgarð, 560 Varmahlíð. Veitingastaður - flokkur III.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Tillögur til byggingarnefndar Árskóla

Málsnúmer 1112117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar bygginganefndar Árskóla, þann 8. desember 2011.

9.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011

Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 22. desember 2011 lögð fram til kynningar á 578. fundi byggðarráðs.

10.Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra

Málsnúmer 1111194Vakta málsnúmer

Á 274. fundi sveitarstjórnar var afgreidd ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra. Lögð fram til kynningar svör sem borist hafa við ályktuninni.

11.Framlag vegna skólaaksturs

Málsnúmer 1112386Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi breyttan útreikning og úthlutun framlaga vegna skólaaksturs úr dreifbýli, sem tók gildi 1. janúar 2011. Í bréfinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum sem telja sig hafa orðið fyrir mjög íþyngjandi kostnaði við grunnskólaakstur á árinu 2011 umfram þau framlög sem greidd hafa verið úr Jöfnunarsjóði vegna akstursins úr dreifbýli sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:28.