Fara í efni

Samningur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 1112365

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 60. fundur - 21.12.2011

Lögð fram drög að samningi við Stefán Gísla Haraldsson og Unni Gottsveinsdóttur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi til undirskriftar.

Menningar- og kynningarnefnd - 61. fundur - 12.01.2012

Til fundarins komu fulltrúar Akrahrepps, Kvenfélags Seyluhrepps og Karlakórsins Heimis, sem eiga Miðgarð ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig komu til fundarins nýir rekstraraðilar hússins, þau Unnur Gottsveinsdóttir og Stefán Haraldsson. Þá komu til fundarins fulltrúar Rökkurkórsins og Kvennakórsins Sóldísar sem leigja aðstöðu í húsinu. Undirritaðir voru samningar við nýja rekstraraðila um rekstur Miðgarðs og viðaukar við hann, utan samnings Karlakórsins Heimis um nýtingu þeirra á húsinu sem var frestað.

Nefndin óskar nýjum rekstraraðilum velfarnaðar í starfi og það er von nefndarinnar að menningarstarf í húsinu verði líflegt og fjölbreytilegt á komandi misserum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 60. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 61. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.