Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Samningur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs
Málsnúmer 1112365Vakta málsnúmer
2.Ósk um upplýsingar varðandi val Menningar- og kynningarnefndar á rekstraraðila fyrir Ljósheimar
Málsnúmer 1201054Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Þresti Jónssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur þar sem þau óska eftir rökstuddri skýringu á ákvörðun nefndarinnar um val á rekstraraðila fyrir félagsheimilið Ljósheima.
Formanni falið að svara erindinu.
3.Samningur um félagsheimilið Ljósheima 2012
Málsnúmer 1201096Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi við Sigrúnu Aadnegard um rekstur félagsheimilisins Ljósheima. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi þegar eignasjóður hefur lokið úttekt á húsinu.
4.Endurnýjun á útliti skagafjordur.is
Málsnúmer 1201091Vakta málsnúmer
Rætt um næstu skref varðandi uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Til fundarins komu fulltrúar Akrahrepps, Kvenfélags Seyluhrepps og Karlakórsins Heimis, sem eiga Miðgarð ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig komu til fundarins nýir rekstraraðilar hússins, þau Unnur Gottsveinsdóttir og Stefán Haraldsson. Þá komu til fundarins fulltrúar Rökkurkórsins og Kvennakórsins Sóldísar sem leigja aðstöðu í húsinu. Undirritaðir voru samningar við nýja rekstraraðila um rekstur Miðgarðs og viðaukar við hann, utan samnings Karlakórsins Heimis um nýtingu þeirra á húsinu sem var frestað.
Nefndin óskar nýjum rekstraraðilum velfarnaðar í starfi og það er von nefndarinnar að menningarstarf í húsinu verði líflegt og fjölbreytilegt á komandi misserum.