Brautartunga land A - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1201147
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 231. fundur - 20.01.2012
Valgarð Guðmundsson kt. 131036-2139, þinglýstir eigandi jarðarinnar Brautartungu í Tungusveit, landnúmer 146152 sækir með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta út úr jörðinni Brautartungu (146152), 6,2 ha. landspildu. Landið sem um ræðir, Brautartunga land A landnr. 220726, er án húsa og annarra mannvirkja og er það nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 23. desember 2011. Uppdrátturinn er gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169 landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er í verki nr.1145. Lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 146152. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012
Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.