Skipulags- og byggingarnefnd
1.Skólagata 1- umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1201146Vakta málsnúmer
2.Laugarmýri 146232-Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1201102Vakta málsnúmer
Dagný Stefánsdóttir kt. 180382-4109 og Róbert Logi Jóhannesson kt. 040570-5789, þinglýstir eigendur Laugarmýrar (landnr. 146232) við Steinsstaðahverfi Skagafirði, óska hér með eftir leyfi til þess að stofna 4.877,0 m², lóð lóð 1 í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 720411, dags. 31. október 2011. Jarðhitahlunnindi verða óskipt með Laugarmýri landnr. 146232. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146232. Erindið samþykkt.
3.Brautartunga land A - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1201147Vakta málsnúmer
4.Tunguhlíð land B - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1201149Vakta málsnúmer
Valgarð Guðmundsson kt. 131036-2139, þinglýstir eigandi jarðarinnar Tunguhlíðar í Tungusveit, landnúmer 146244 sækir með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta út úr jörðinni Tunguhlíð (146244), 11,3 ha. landspildu. Landið sem um ræðir, Tunguhlíð land B landnr. 220724, er án húsa og annarra mannvirkja og er það nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 23. desember 2011. Uppdrátturinn er gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169 landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er í verki nr.1145. Lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 146244. Erindið samþykkt.
5.Tunguhlíð land C- Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1201150Vakta málsnúmer
6.Grænamýri 146712-Fyrirspurn vegna lóðarsamnings
Málsnúmer 1112052Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir lóðina. Hnitsett lóðarblað unnið af Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á Stoð ehf. verkfræðistofu af Elvari Inga Jóhannessyni. Lóðarblaðið Grænamýri Hofsósi, landnr. 146712 er í verki númer 56192, dagsett 04.01.2012. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreint lóðarblað.
7.Bræðraá lóð 211873 - Umsókn um framkvæmdaleyfi og byggingarreit.
Málsnúmer 1112424Vakta málsnúmer
Páll Pálsson, veitustjóri sækir f.h. Skagafjarðarveitna ehf., um heimild Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til eftirtalinna framkvæmda á leigulóð fyrirtækisins úr landi Bræðraár í Hrolleifsdal.
· Gerð borplans vegna borunar vinnsluholu nr. 2, sjá meðfylgjandi afstöðuuppdrátt nr. S-03 í verki 1014, dags. 19. september 2011. Uppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
· Borun vinnsluholu nr. SK-32. Staðsetning holunnar er sýnd á ofangreindum uppdrætti. Áætlað er að holan verði um 1.100 m djúp, boruð lóðrétt með ø340 mm öryggisfóðringu niður á 30 m dýpi og 300 m langri, ø275 mm vinnslufóðringu.
· Leggja foreinangraða stállögn í jörð frá vinnsluholu nr. SK-32, að núverandi lögn frá vinnsluholu nr. SK-28. Þvermál lagnar DN150/250, lengd um 50 m.
Erindið samþykkt.
8.Eyrarvegur 143293 - Umsókn um lóðarsamning
Málsnúmer 1201154Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir lóðina. Hnitsett lóðarblað unnið af Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Lóðarblaðið Eyrarvegur olíubirgðarstöð, landnr. 143293 er í verki númer 5619, dagsett 18.04.2011. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreint lóðarblað.
9.Bær (146513) - Beiðni um umsögn v/sameiningar við Bær(146515)
Málsnúmer 1112337Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi THEMIS Lögmannsstofu undirritað af Hönnu Láru Helgadóttur fh. Höfðastrandar ehf. kt 430505-0840, þar sem sótt er með vísan til 15. gr jarðalaga nr. 81/2004 um leyfi til að sameina sumarbústaðalandið Bær land, landnr. 146515 jörðinni Bær, landnr 146513. Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari gögnum í samræmi við 15. grein jarðarlaga.
10.Skógarstígur 2 - Umsókn um breytingu lóðarmarka.
Málsnúmer 1201155Vakta málsnúmer
Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð óskar fh. Menningarsetursins eftir breytingum á lóðamörkum lóðarinnar númer 2 við Skógarstígs i Varmahlíð, samkvæmt framlögðum gögnum. Hnitsett lóðarblað unnið af Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur og Elvari Inga Jóhannessyni. Lóðarblaðið Skógarstígur 2 Vinaminni, landnr. 14134 er í verki númer 5619, dagsett 04.01.2012. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreint lóðarblað.
11.Fjarkönnun og umhverfisvöktun
Málsnúmer 1201026Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar fjarkönnunar og umhverfisverkefni unnið af Birni Magnúsi Árnasyni nema í líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Í verkefninu er á myndrænan hátt sýnd þróun byggðarinnar á Sauðárkróki frá árinu 1976 til dagsins í dag.
12.Miðgarður-Umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1201085Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
13.Borgarmýri 1A-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1110016Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórarins Guðna Sverrissonar kt. 041062-2079, f.h. Öldunnar stéttarfélags kt. 560169-1169, dagsett 29. september 2011. Umsókn um leyfi til að breyta útliti og innra skipulagi neðri hæðar skrifstofuhúsnæðis með fastanúmerið 213-1298 sem stendur á lóðinni númer1A við Borgarmýri á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10. janúar 2012.
14.Hesteyri 2(143445) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1111077Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Marteins Jónssonar kt. 250577-5169, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 9. nóvember 2011. Umsókn um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum. Breytingin varðar innra skipulagi á 2. hæð, skrifstofuhluta Kjarnans að Hesteyri 2 á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 12. desember 2011.
15.Skagfirðingabraut 26-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1108209Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóns F. Hjartarsonar fh. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem dagsett er 19. ágúst 2011. Umsókn um stöðu- og byggingarleyfi vegna byggingar borholuhúss á lóðinni númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 12. október 2011.
16.Ártún 17 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1201005Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Selmu Barðdal Reynisdóttur kt. 180874-4539, sem dagsett er 15. nóvember 2011. Umsókn um byggingu 10 fermetra smáhýsi á lóðinni nr. 17 við Ártún á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 19. nóvember 2011.
Fundi slitið - kl. 09:23.