Skýrsla vegna byggingar Árskóla
Málsnúmer 1202267
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Skýrsla Centra um fjárhagslega áhrif viðbyggingar við Árskóla á fjárhag sveitarfélagsins, byggir fyrst og fremst á óraunhæfum áætlunum og framreiknuðum hagræðingaraðgerðum í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem ekki bólar enn á. Á óvart kemur sömuleiðis að Centra skuli leggja það til að farið verið á svig við 64. grein nýsamþykktra sveitarstjórnarlaga, sem kveður á um 150% skuldaþak.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar fyrri bókun byggðarráðs.
?Ljóst er út frá þeim gögnum sem fyrir liggja að sveitarfélagið ræður vel við framkvæmdina. Með henni fer sveitarfélagið ekki upp fyrir það skuldaþak sem sett hefur verið og munar nokkru þar um. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi og tala þær sínu máli: "Ástand núverandi skólahúsnæðis að Freyjugötu veldur því að nauðsynlegt er að verja verulegum fjármunum til viðhalds eða byggja viðbyggingu við Árskóla. Miðað við þær forsendur um kostnað og fjármögnun sem framkvæmdin byggir á, auk þess rekstrarhagræðis sem af henni hlýst, er viðbygging við Árskóla mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og mun hafa jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins."
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og lagði fram eftirfarandi:
Sveitarstjóri óskar bókað, í 64.grein sveitarstjórnarlaga stendur m.a.:
64. gr. Viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
Ráðherra skilgreinir í reglugerð nánar þau viðmið sem lögð eru til grundvallar skv. 2. mgr., þar á meðal um útgjöld, tekjur, eignir, skuldir og skuldbindingar og aðlögun sveitarfélaga að þeim. Þar skal jafnframt heimilt að undanþiggja nánar tilgreindar skuldir eða skuldbindingar einstakra sveitarfélaga þannig að þær hafi engin eða aðeins hlutfallsleg áhrif skv. 2. tölul. 2. mgr.
Afgreiðsla 584. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf varðandi mat á áhrifum viðbyggingar við Árskóla á fjárhag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:
Skýrsla Centra um fjárhagsleg áhrif viðbyggingar við Árskóla á fjárhag sveitarfélagsins, byggir fyrst og fremst á óraunhæfum áætlunum og framreiknuðum hagræðingaraðgerðum í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem ekki bólar enn á og algerlega er horft fram hjá köldum staðreyndum úr bókhaldi sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur fram eftirfarandi bókun vegna útkominnar skýrslu um fjárhagsleg áhrif nýbyggingar við Árskóla:
Ljóst er út frá þeim gögnum sem fyrir liggja að sveitarfélagið ræður vel við framkvæmdina. Með henni fer sveitarfélagið ekki upp fyrir það skuldaþak sem sett hefur verið og munar nokkru þar um. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi og tala þær sínu máli: "Ástand núverandi skólahúsnæðis að Freyjugötu veldur því að nauðsynlegt er að verja verulegum fjármunum til viðhalds eða byggja viðbyggingu við Árskóla. Miðað við þær forsendur um kostnað og fjármögnun sem framkvæmdin byggir á, auk þess rekstrarhagræðis sem af henni hlýst, er viðbygging við Árskóla mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og mun hafa jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins."
Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon.